30. mars 2006

París.. c'est la vie..

Jæja.. pínu ferðasaga gott fólk..

Það leit nú ekki út fyrir að við færum þar sem að Kristján lagðist í rúmið á fimmtudaginn með ælupest og tilheyrandi huggulegheitum. Velti því fyrir mér þann daginn hvernig óhljóð geta myndast í líkamanum og var að spá í að skrá Kristján í einhvern búktalarahóp fyrir langt komna eftir þessa upplifun.

En svo kom föstudagurinn með tilheyrandi gleði. Tók mína huggulegu sobril og við lögðum af stað. Knúsuðum Heidda, sem var að koma frá Chicago, í komuhliðinu uppi og tókum nettan snúning í fríhöfninni. Tók eftir því að Eymundsson selur blöð og bækur á fullu verði eftir að þeir tóku við rekstri blaðasölunnar og eru sko ekkert að slá af vaskinn.. í duty free zone.. ónei.... sama verð og í 101

Flugið gekk fínt út, enda ákvað ég að blanda Baileys við sobrilinn (er farin að hljóma eins og sögupersóna í "Valley of the dolls") eins og Jóa mágkona benti mér á að gera .. virkar fínt! Var alveg kúl á því og leysti sudoku í fluginu af miklu kappi.

Lentum í París og fórum á hótelið sem var æði. 4 stjörnu hótel í miðju Óperuhverfinu.. alveg ljúft..
Sjoppuðum, löbbuðum og skoðuðum... og BORÐUÐUM!

Fórum á æðislegan stað á föstudagskvöldinu. Flora. Sú sem rekur hann tók þátt í Food and Fun síðast og er staðurinn með 2 Michelin stjörnur og ekki að ósekju. Pöntuðum "surprise" dinner og enduðum í sjö rétta (höfnuðum því að fá osta í næstsíðasta rétt, gátum ekki meir, annars hefðu það verið átta) snilldareldamennsku!! Mæli með þessum stað!

Næsta kvöld var Latínukvöldið tekið og indverskur staður prófaður.. mjög góður matur en Monsieur og Madam Sjabbí Subbó reka þennan stað. Þyrftu að prófa Ajax.

Síðasta kvöldið fórum við á æðislegan sushi stað, www.losushi.com nálægt Charles de Gaulle stöðinni.. Sátum á móti frönsku celeb liði sem við vissum ekkert hver voru.. en við vissum bara að þau voru subbu fræg, höfðum bæði séð þau áður, ..en hvar..?

Tókum hallærispakkann og smelltum mynd af þeim með símanum (leikþáttturinn "þykist vera að senda sms og tek mynd" var tekinn með trompi og enginn fattaði neitt). Spurningin er því:
Hver þekkir fólkið? Bene.. ég treysti á þig..!!

Tókum nettan túristapakka á sunnudeginum.. Allt nema Eiffelturninn og Louvre, fórum upp í Montmartre og skoðum mannlífið.. Svo var það dáldið merkilegt með margastaði, en þá virtist ég alltaf eiga einhverja hrakfallasögu af Hólmfríði? ..ljósakrónur og lögreglubílar? Anyone? ;O)

Fórum síðan heim á mánudag.. og fengum ekki sæti saman. Kristján reyndi að útskýra fyrir flugfreyjunni að ég væri frekar mikið flughrædd og hún horfði á okkur blíðum augum og sagði "Þið getið bara haldist í hendur yfir ganginn"... einmitt.. ótrúlega rómó móment sem við ætluðum að ná ná í viðbót með því að sitja saman í flugvél og nota flughræðslu sem afsökun.

Þegar tárin byrjuðu að renna án þess að ég réði við það þá fattaði hún að ekki var allt sem sýndist og Parísarþráin var ekki svona sterk hjá okkur. Gat ekkert gert við þessu, algjörlega óviðráðanleg viðbrögð! SKILETTEKKI!! Hélt síðan að flugvélin myndi hrapa nokkrum sinnum.. með tilheyrandi örvæntingu.. og var síðan ótrúlega glöð og hamingjusöm þegar vélin skransaði á Keflavíkurflugvelli.

Rámaði samt í fréttir af varnarliðinu og eitthvað um að þeir gætu líklega plöggað eitthvað úr sambandi undir skrifborði einhvers aðmírálsins og þá tækju þeir allt úr sambandi á vellinum.. Svona hugsanir ríkja í kollinum á flughræddu fólki.

Líka hugsanir eins og "líkurnar á því að farast með flugvélinni eru í öfugu hlutfalli miðað við fjölda frægs fólks í vélinni"... eða .."ótrúlega er þetta mikið jarðafararlag sem er verið að spila í útvarpinu hjá bílstjóranum sem keyrir okkur út á völl.. tilviljun.. held ekki".


Kleppur - Hraðferð, here I come.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli