24. mars 2008

Páskar og París..

Nokkrar myndir:

Skruppum til Parísar á Skírdag og var ætlunin að eyða Föstudeginum langa í faðmi Dúmbó og félaga..





... hringekjurnar voru vinsælar..


Síðan komu páskarnir með tilheyrandi súkkulaðiáti... Báðar höfðu föndrað páskakörfur í skólunum og var innihaldið ekki skv. stöðlum manneldisráðs.. ekki einu sinni nálægt því!Á leiðinni heim frá París var Gabríela búin að vera að lesa fyrir Rebekku. Lestrarhraðinn er ekki orðinn mjög mikill ennþá og er greinilegt að Rebekka er alveg með það á hreinu með hvaða takti á að lesa bækur.. ég vona að þið getið opnað þetta vídeó.. þetta er fyrsta vídeótilraunin á bloggi..


Meira ekki í bili..

Gleðilega páska og allt það,

slauga og co.