8. mars 2006

Þvottadagur...


...eins og allir aðrir dagar! Velti þvi fyrir mér hvernig hægt er að þvo endalaust og aldrei sér fyrir endan á því!!

Kristján er með ótrúlega góða taktík.. hann setur endalaust í þvottavélar og safnar svo bara upp í stóran haug. Kristján á nefnilega galdraduft sem hann stráir stundum yfir þvottinn og þá birtist hann samanbrotinn og tilbúinn til notkunar þegar hann kemur heim úr vinnunni... yeah right!

Held að heimavinnandi húsmóðurs djobbið hljóti að vera það erfiðasta í heimi.. það er allavega það leiðinlegasta í mínum augum af því að það virðist aldrei vera búið! Verð að finna út hvernig Mary Poppins fór að þessu..

Er að fara til tannsa á eftir! Eftir næstum tveggja ára fjarveru frá þeim manni... Er pínu stressuð, þó ég sé sko ekki með neina tannpínu... hann gæti verið blankur og fundið eitthvað sem þurfti nauðsynlega að laga!

..og svo þurfum við að ræða FLUG! Eins og flestir vita sem þekkja mig er ég sjúklega flughrædd og er ekki alveg að höndla þann pakka... var samt búin að ákveða að Frakklandsflugið yrði ótrúlega frábært.. Ég myndi bara labba upp í vél, kannski fá mér einn Bailey's eða tvo... leysa nokkra sudoko og vera með yatsí-ið tilbúið og ..kviss kvamm búmm.. allt í einu yrðum við bara lent í "ðe sití of löööv..." . En nei.. þá þurftu Flugleiðir náttúrulega að klessa á eldingu og keppast núna við að fullyrða í öllum fjölmiðlum að það sé "ógisslega safe skilurru" að fljúga, skítt með nefið á vélinni.. GLÆTAN! Svona hlutir koma aldrei einn í einu, solo... þessi atriði eru svona félagsveruatriði.. alltaf 3 í einu.. þannig að Bailey's flaskan fer fljótlega að breytast í risastóra róandi töflu eða bara sleggjuhamar sem ég bið Kristján um að dúndra í hausinn á mér rétt fyrir flugtak.

Velti þvi fyrir mér hvort að ég væri enn á Grænlandi ef Erla hefði í alvörunni fengið flugstjórann til að lenda þegar ég "missti það" í vélinni til Boston... Væri kannski orðin selaveiðimaður sem gæti ekki drepið seli og myndi endurskýra þá alla Snorra..?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli