27. október 2007

Vikufrí..

..hjá Gabríelu hófst í gær. Fyrsta af nokkrum sem dynur yfir skólabörn á þessu svæði yfir veturinn. Held að næsta (fyrir utan jólafríið) sé í febrúar, síðan eitt í mars og svo það síðasta fyrir sumarfrí í maí... Eins gott að einhver sé heima til að sinna börnunum.. ;O) (lesist: Kristján has settled down for good..)

Annar er það að frétta af heimilismálum að leikskólamál virðast vera að leysast, erum komin með tvo í sigtið sem eru lausir fljótlega. Annar er nálægt skólanum hennar Gabríelu en hinn er tiltölulega nálægt heimilinu. Sá heitir því skemmtilega nafni Jardin de la Musique, (Tónlistargarðurinn) og er mikil áhersla lögð á tónlistarsköpun og tjútt og trall fyrir tveggja ára og eldri :O) Gæti hentað skvísunni vel! Hún er allavega mjög áhugaverð í kjörbúðunum þegar hún beygir sig í hnjánum og byrjar að "bömpa" í takt við tónlistina... minnir dáldið á danshreyfingar Sveinbjörns frænda..

Á morgun breytist tíminn hér í Lúx, þannig að nú verður klukkutíma munur á milli okkar og rigningarogrokslandsins. Það versta er að stelpurnar vakna örugglega á sama tíma á morgun, þ.e. kl. 8, sem er þá í rauninni 7.. gæti reyndar verið að þær myndu vakna kl 7.. sem er þá aftur kl. 6.. og svo gætu þær vaknað hálfátta ....... !!

Þurfum bara að sannfæra þær um að það sé nótt nótt nótt !

Og já!! Til hamingju með nafnið litli Erlu og Ólason.. Ólafur Diðrik Ólafsson! Held að þú hljótir að verða Ráðherra eða eitthvað ægilega merkilegt með þetta virðulega nafn! Fylgist spennt með!

Fáum síðan góða gesti í næstu viku þegar Gunni og Jóa koma í heimsókn. Eins gott segi ég nú bara þar sem það er hringt í "Unna" mörgum sinnum á dag úr leikfangasímanum og varla er borðaður sá biti að hann sé ekki fyrir sama aðila. Á því von á að fá manninn sílspikaðan út með eldrautt eyra eftir mikla símanotkun..

Nóg í bili, skjáumst síðar,

slauga

p.s. salan á bílnum klikkaði, það er því enn tækifæri fyrir þá sem nöguðu sig í handarbakið eftir síðasta blogg....

22. október 2007

Fyrstur kemur, fyrstur fær!!!!!!




Ljótur bíll til sölu

kostar eina tölu

Talan sú er ekki há..

semja um það gjarnan má...




20. október 2007

Afmælissöngurinn...

Ætlaði að reyna að setja hér inn myndband frá afmælissöngnum í dag.. en eftir 2,5 klst. biðtíma í tölvunni virðist þetta ekki hafast! Sorrý!

Þökkum kærlega þeim sem hringdu... og takk fyrir pakkann, Kolla og Sveinki, nú verður dúkkan böðuð reglulega ásamt því sem leikið verður á munnhörpuna... mmmm....takk kææææææææærlega. ("týndi" batterínunum úr píanódæminu hennar Rebekku um daginn, fínt að vera komin með eitt svona sem gengur fyrir lungnamætti..) ! :O)

Afmælisdagurinn fór vel fram, fengum Sylvíu, Theu og Henríettu í heimsókn ásamt Marie og Rachel úr næsta húsi. Einnig kíktu Krissi og Rúna við ásamt vinum sínum sem eru í heimsókn og Oddbjörgu mömmu Rúnu. (Fyrir Landsbankafólk er það að segja um þá ágætu konu að þetta er hin eina sanna Oddbjörg í Bæjarhrauninu :O) )

Ákvað síðan að senda Kristján, mömmu og pabba í hvítvínssmökkun til "dílersins" þeirra Krissa og Rúnu. Keyptar voru 18 flöskur af indælis víni... sjáum hvað það dugar !!

Ætlum síðan að kíkja á morgun í kastala í Bouillon í Belgíu (http://www.bouillon-initiative.be/ ) þar sem fram fer mikil fuglasýning og var m.a. lýst með þessum orðum: "Fram til 11 nóv er fuglasýning í hallargarðinum þar sem fuglatemjarar láta uglur, hauka, hrægamma og kondór fljúga um og leika listir."

Þetta hentar örugglega fólki með fuglafóbíu mjög vel... eh... læt vita ef ég fæ taugaáfall!!! Ef að fuglarnir duga ekki til að setja mig út af laginu þá kíki ég á pyntingarklefann sem er í kastalanum...

Förum að skila settinu til Íslands. Fyrir áhugasama koma þau á þriðjudagskvöldið. Vinsamlegast farið varlega að þeim, þau verða MJÖG MJÖG þreytt.

Biðjum að heilsa öllum heima!!

Ástarogsaknaðarkveðjur með afmælislagi dagsins..

Afmælisbarn dagsins..

kaffi og kökur kl. 3.

Allir velkomnir :O)

17. október 2007

Sigurlaugur Hilmarsson kominn í heiminn!!

...til hamingju elsku Hilmar og Eva!!!

Hann er algjört æði æði æði..

Knús og margfaldir kossar frá langaliðinu (sem lengdist töluvert og gránaði skyndilega í gær, er ekki frá því að mjöðmin á þeirri löngu hafi gefið sig og önnur ellieinkenni hafi gert vart við sig..)

... og okkur unglömbunum hér í Lúxembourg!

Mælum með vorheimsókn í vorsólina hér í Lúx með þann stutta!!!

Ástarkveðjur,
slauga og co.

15. október 2007

Til hamingju með afmælið...

...stóri bróðir...

Knús og kossar frá öllum í Lux

:O)

13. október 2007

Myndir

Jæja, byrjum á því að sýna ykkur nokkrar myndir í tilefni af því að síminn er loksins tengdur! Þ.e. íslenska gamla góða númerið okkar. Nú getið þið hringt í okkur eins og venjulega, án þess að setja nein númer fyrir framan. Bara sjö stafi, that's all folks!!

Byrjum á vinnudýrunum. Þið hélduð að þau væru hlekkjuð í kjallaranum. Öðru nær!! Mynd segir meira en þúsund orð..


Einmitt og akkúrat!!

Síðan er hér ein yndisleg af Gabríelu, tekin eftir fjölskyldudag Landsbankans..


...og síðan frá Trier..


..og ekki má gleyma skriðdrekanum!!

..og að lokum. Fór í foreldraviðtal um daginn. Allt gott um það að segja! En þar beið mín eftirfarandi mynd. Langaði að leyfa ykkur að njóta hennar einnig.

Bestu kveðjur frá lúx..

11. október 2007

Sviptingar í Bourgarstjórn..

Nýr meirihluti við það að taka völdin í Bourginni hér, þ.e. Lúxembourg.

Kristján væntanlegur á morgun og ef ég þekki dætur mínar rétt leynist í þeim lítill hrafnarbjörn sem skiptir liði þegar vel viðrar til. Dagar elsku mömmu eru liðnir ;O)

Það er búið að telja niður í komu kallsins og strika vandlega yfir á dagatalinu. Dagurinn á morgun verður án efa lengi fyrir þá eldri að líða, þar sem að hún er líka í fríi frá skólanum. Á morgun er ég sumsé að fara í fyrsta foreldraviðtalið! Það verður áhugavert.. svo ekki sé nú meira sagt!

Hef þetta stutt núna, er að passa fyrir Helene.. Skúli skrapp nefnilega á Frón!

Myndir hljóta að fara að koma.... eða hvað haldið þið?

Bestu kveðjur frá
LúxembouRRRRRRRRRRg

slauga

8. október 2007

Tengingu náð..

..og komin í samband! Fyrir þau ykkar sem vilja það vita erum við komin með Lúxembúrgískan heimasíma, númerið er 266 83449 (og muna eftir 352 á undan) en ég mæli með að fólk hinkri aðeins þar til að Kristján kemur og tengir íslenska númerið okkar við módemið. Þá er bara hægt að hringja eins og venjulega!

Í fréttum er annars það helst að vinnudýrin standa sig með stakri prýði. Þau taka upp úr kössum, skipta á bleyjum, þrífa ælur eftir börnin, skúra, keyra í skóla og vinnu, elda, lesa fyrir svefninn og rotast síðan. Lykilatriði er bara að tengja ekki sjónvarp fyrir þau strax. Halda þeim alveg á tánum... ekki fyrr en síðasti kassinn er í augsýn, þá má tengja imbann. Annars missir maður algjörlega stjórnina.

"Má ég horfa á "meeerí popinss"? segir sú eldri núna (eftir að tengingu á sjónvarpið var náð) og er farin að þróa með sé ævintýralega amerískan hreim. vonn tú þrí... mæ neim is Geibríela... Hún er annars ótrúlega aðlögunarfær og enn ekki kominn sá dagur þegar hún neitar að fara í skólann! Sjö níu þrettán..

Sú yngri tók Lúxemborg með látum. Henni halda engin bönd og ég er ekki frá því að villidýr í nærliggjandi skógum hafi ákveðið að halda sig til hlés. "ÁAI" er öskrað hérna reglulega og afinn tekur kipp. Það er sumsé verið að kalla á hann. Lúxemborgararnir halda hins vegar að hún sé að öskra "Au revoir" og brosa blíðlega að þessu hæfileikaríka barni sem er strax farið að tala frönsku. Little do they know, hún talar ekki einu sinni íslensku...

Vinnan er fín og jafnvel ívið meira en það. Ægileg gleði hér um helgina þegar hópur útibússtjóra Landsbankans mætti til að kveðja mig sérstaklega. Reyndar nýttu þeir tækifærið líka við að halda sinn árlega stóra fund, en auðvitað var lítið mál að bæta því við. Einstaklega skemmtilegt að hitta þá og tjútta með þeim svona í lok útibússtjóraferilsins :O)

Vona að allir séu hressir og glaðir heima og fyrir þá sem hafa áhuga eru til sölu tvær glæsikerrur heima, fást á ótrúlega góðum prís. Önnur er gömul og hin eldri. Hafið samband við kallinn ef þið viljið..

Bið að heilsa mönnum og músum,

slauga og co.

p.s. myndir koma síðar..