18. september 2008

Á Íslandi..

..er síminn hjá Kristjáni 841-0373.
Minn er lúxneskur.. +352 621 199 099 (geri þó ráð fyrir að ég sé í seilingarfjarlægð frá drengnum..)

kv
slauga

13. september 2008

Að læra að ganga upp á nýtt..

..er örugglega ekkert líkt því að skipta um tölvu, en mér datt bara engin önnur fyrirsögn í hug sem lýsir betur frústrasjónum síðustu daga!

Við vorum sumsé að skipta um tölvu. Hin, sem er eins og dauðvona gamalmenni, hangir ennþá á horriminni, með ónýtt diskadrif og bilaða nettengingu. Það var því ákveðið að skipta út og fara í "hinn heiminn". Makkintoss. Eitthvað sem ég hef hingað til tengt við nammidós á jólunum.

Í alvöru, þá er þetta ekkert grín. Slaufa hér og slaufa þar... kræst! Allt átti að vera eitthvað svo "plug and play.." en er það einhvernveginn ekki!

Við náðum loks að taka tónlistina yfir, erum að fá taugaáfall yfir tölvupóstinum (Entourage) og myndirnar eru bara geymdar á harða diskinum um sinn. Það verða því engar myndir eða vídeó í bráð á meðan við lærum betur á gripinn.

Hún er samt ægilega falleg þetta krútt.. eitthvað svo elegant og lekker.. en samt eitthvað svo glötuð ;O)

Á samt örugglega eftir að verða uppáhaldsvinkona okkar bráðum. Þegar allt virkar. Ekki fyrr!

Af familíunni er hins vegar allt gott að frétta. Skólinn hjá Gaby er byrjaður, nóg að gera og skriðdrekinn er að sjálfsögðu á fullu í leikskólanum. Hún (þ.e. skriðdrekinn) veiktist um daginn og uppgötvaði sælu þess að hanga heima á daginn. Hún byrjar því núna alla daga á því að tilkynna manni að hún sé "asin" (lasin). "é ekki leika Louise". Erum ekki búin að átta okkur á því hvort að Lousie sé svona mikið hrekkjusvín að það borgi sig að vera meldaður veikur heima, eða hvort þetta sé ein fóstran sem reynir að aga drekann til. Spurning..

Annars eru góðir gestir í Luxembourg þessa dagana, en Óla og Hannes mættu á svæðið með Pétur Kára og Atla Hrafn. Æðislegt að sjá drengina (og auðvitað foreldrana) eftir langan tíma! Þau gista hjá Birgi Leifi og Betu en við fáum að stela þeim smá ;O) Ætlum með þeim út að borða í kvöld ásamt Sigþóri og Lindu á Apóteki okkar Lúxara. Fórum til Nancy í gær og dáðumst þar að torgi Stanislas . Örkuðum um nærliggjandi garð og héldum síðan heim á leið...

Ekki meira í bili. Passið ykkur á commentakerfinu. Það bítur...

luv
slauga