6. mars 2006

..og Óskarinn hlýtur...

Þyrnirós!!!

Ójá! Litla prinsessan á bauninni fór í prep leiðangur í 10-11 kl. 23.30 í gærkvöldi til að undirbúa vökunóttina miklu. Hún hafði fengið að sofa út um morguninn og taldi að sér væru allir vegir færir að vaka og vaka... og fá að upplifa með stjörnunum "sínum" þeirra gleði og sorgir og fella með þeim hamingjutár ef svo bæri undir... (glætan samt að hún sé svona væmin, frekar mikið hörkutól sko...). Man eftir að hafa séð Rachel Weiss koma með bumbuna sína og taka á móti verðlaunum ...og svo...man ég eftir að hafa opnað augun óvart og séð ófrýtt trýnið á Mr. Hoffman... (ég hélt nefnilega með Phoenix)...og svo vaknaði ég bara við "taumlausa tónlist" um 5 leytið....

Sá ekki einu sinni aðalnúmerið! Fyrirgef augnlokunum seint þessi svik! Veit ekki afhverju þetta er að koma fyrir mig.. man þá daga þegar maður fór létt með þetta .. trúi ekki að þetta séu árin?

Horfði samt á upphitunina á stöð 2 og var þvílíkt að verða geðveik á að horfa á þau Mörtu, Skarphéðinn og Ívar... Ég hef hingað til haft mjög gaman af því að lesa pistlana hennar Mörtu, ...en að heyra orðið "þannig" að meðaltali 6 sinnum í hverri setningu var aðeins of mikið fyrir minn smekk... þá hefði verið betra að hafa tískulöggurnar Arnar eða Svavar...

Afmælið mitt nálgast óðfluga, og tók skatturinn að sér að strá glitkornum og glimmeri á afmælið mitt með því að auglýsa síðasta skiladag á þessum heilaga degi! Hver vill tengja afmælið sitt við skattheimtuna? Ég bara spyr?

..styttist líka í að við förum til Parísar... sem minnir mig á annað.. Ég sendi tölvupóst á hótelið og bað þau um að sjá um að panta borða á ákv. veitingastað.. og fæ ekkert svar.. Er þetta ekki alveg normal þjónustubeiðni?..

Jæja.. ætla að skella í mig einum kaffi í viðbót (er búin að endurheimt kaffivélina mína sem var í sjálfskipaðri útlegð þar til að eldhúsið væri tilbúið)... verð fín í Itô dæmin á eftir sem hann Hersir skuldabréfagúrú setti fyrir tímann á morgun...

tata...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli