29. ágúst 2008

aðeins meiri málning..

..æ, bara eitt smá í lokin, síðan lofa ég að hætta þessum málunarbloggum..

Trallerí...

kv

slauga

17. ágúst 2008

Tuscany..

..var dásamleg.
Vorum viku í húsinu, eignuðum ítalska vini í næsta húsi, drukkum ítölsk vín og borðuðum auðvitað pasta með. Hvað vill maður meira?
Barga var frábær bær, lítill og "næstum" ósnortinn af túrismamenguninni. Fórum til Flórens og áttuðum okkur þá á andstæðunum. Nenni samt eiginlega ekki að blogga um ferðina, aðallega vegna þess að við vorum að klára að gera ferðabókina á mypublisher. Ef þið viljið skal ég senda á ykkur linkinn af bókinni og þá getið þið flett í gegnum ferðina :O) Hendið bara inn komment eða sendið mér meil á seg@mmedia.is og þá sendi ég þetta þegar bókin er reddý (ætti að vera snemma í vikunni).


Fengum vini okkar í mat í gær og tókum spilakvöld. Einn gesturinn var eftir, hún Júlía dóttir Sigþórs og Jönu og í dag kepptust stelpurnar við mála ódauðleg listaverk. Hér eru nokkrar myndir:
Gabríela og eitt ódauðlegt verk fullunnið..
Júlía að byrja á mynd:
Ungur og upprennandi listamaður... málverkin eru til sölu gegn vægu gjaldi:

Hef ekki hugmynd um afhverju þetta kemur í svona undarlegu layouti hér á blogginu..c'est la vie!
Jæja, bara stutt núna, þori ekki öðru eftir að mágkona mín ein ágæt hraunaði yfir mig í símann áðan um bloggleti! ehemm...
Man ekki hvort ég var búin að blogga um það, en við komum heim í stutt frí þann 18.-28.september! Hlökkum mikið til!
Allavega, algjör leti í gangi núna af minni hálfu, nenni ekki að skrifa meir í bili.
bæjó,
slauga og co.