1. mars 2006

Hjálpum þeim...

Í dag er "Hjálpum aumingjunum" dagurinn eða "hjálpum þeim" dagurinn eins og ég vill frekar kalla hann. Það er sumsé kominn á samningur á milli elskulegra foreldra minna, sem að leyst ekkert á það hversu mikið rugl væri í gangi við það að koma húsinu í lag... og mín (og jú auðvitað Kristjáns..en hann er bara svo vel upp alinn að hann ögrar ekki geðheilsu eiginkonunnar)! Samningurinn felur sumsé í sér að þau koma á miðvikudögum og taka brjálæðiskast með mér í einhverju útvöldu herbergi.. Þau halda að þau séu að þröngva sér upp á okkur... en vita ekki að þetta er úthugsað plott.. og að á meðan þessu stendur mun ég setja Jörfalindina á sölu og neyða þau til að flytja í kjallarann... Þá þurfum við ekki að fá okkur Au-Pair skiljiði....

Annars er Kristján mjög heitur fyrir að fá au-pair á svæðið... hann skoðar nú au-pair síðuna með glampa í augum og dregur fram hverja ljóshærðu píuna á fætur annari. Núna er einhver dönsk í sigtinu hjá honum... en ég hallast meira að franskri.. svona til að endurgjalda Frökkum greiðann! Ég held samt að hann sé eitthvað að misskilja hlutverk au-pair stúlkna... ætti kannski að snúa á hann og velja strák..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli