28. febrúar 2006

Framkvæmdir, "the never ending story.."

Jæja.. helgin búin og eldhúsdagar standa yfir. Höfum sent áskorunarbréf til þáttakanda í keppninni "klárum eldhúsið" og væntum þess að viðkomandi iðnaðarmenn sýni sínar björtustu hliðar í þessari viku. Stein(aldar)mennirnir sviku okkur illilega með því að taka í sundur borðplötuna.. en við byggðum m.a. ákvörðunina á því að skipta við þá í stað samkeppnisaðilans..á því mikilvæga atriði að þeir töldu sig ekki þurfa að taka plötuna í sundur. Sit því uppi með viðbjóðsleg samskeyti og hærri reikning! Hrumpf! Á eftir að segja lokaorðin í þessu máli!

Plataði aumingja slúbbertinn til að hjálpa til við að setja upp viftuna í gær.. fullyrti við Þráinn frænda að þeir hefður smíðað þetta vitlaust þar sem við komum ekki kvikindinu upp í gatið.. en með því að ýta og þrýsta.. þá allt í einu small þetta... uppgötvuðum síðan þar sem við stóðum eins og bjánar sitthvoru megin við eldavélina og héldum við viftuna að við hefðum líklega þurft auka hönd á verkið. Kolla mág var því rifin úr rekkjunni með tilheyrandi urri til að hjálpa...(ég meina hver sefur um miðjan dag?) Komum síðan draslinu fyrir og skrúfuðum allt fast.. er núna agalega glöð með þetta.. set inn mynd af draslinu þegar síðasti iðnaðarmaðurinn labbar út!

Var hjá Ólu skólakonu í gær þar sem við byrjuðum á því að fara yfir það hvað við ættum bágt með það að vera í skóla.. spáðum í að hætta.. sem við auðvitað gerum ekki, en það er bara skemmtilegra að fara í gegnum alla vorkuninna.. og enduðum auðvitað á því að uppgötva hvað við værum ótrúlega æðislega duglegar og frábærar í alla staði.. ;O)

Erum að fara að hella okkur í 2 verkefni í "samrunum og yfirtökum" og lentum í því að skrifa um Landsann.. hvaða tilviljun er það nú? Undarlegt, vinnum þar báðar! Hljótum að fara létt með það.. annað mál með lokaverkefnið sem er um Avion.. en.. það reddast..erþaggi..?

Sumsé, skóli og eldhús..

25. febrúar 2006

Umsátur

Þetta er náttúrulega orðið rugl! Nú.. milljónustu helgina í röð er umsátursástand hér fyrir utan! Lögreglan er að sjálfsögðu á staðnum, nú með 2 stóra bíla og 2 venjulega.. en gerir að sjálfsögðu ekki neitt. Öskrin í smástelpunum og raddæfingar hellisbúana hljóma hérna fyrir utan.. þannig að nauðsynlegt verður að loka öllum gluggum til að fá "svefnfrið". Verst að þá verður bara svo ofboðslega heitt í herberginu að ekki er hægt að sofa!

Ég skora á stjórnendur Loftkastalans að hætta þessu Menntaskólarugli og einbeita sér aftur að listviðburðum. Það er skömminni skárra að finna ekki stæði hérna frá 9-12...en hafa síðan kyrrláta nótt heldur að búa við þetta helv..
Smellti mynd af lýðnum.. verst að það sést bara hluti... en hér er um að ræða ca. 200 manns.. að lágmarki!
Síðan mígur þetta lið á grindverkið okkar.. og bætir sér þannig í hóp ferfætlingana sem koma hér með eigendum sínum á blettinn við hliðina á og gerir þarfir sínar. Eina huggun mín við það er að liðið sem er að míga er væntanlega búið að stíga í hundaskít á meðan það gerir þarfir sínar í fínu lakkskónum..
Geisp! Þrái svefn.....

24. febrúar 2006

á ég að þora að byrja aftur...?

Jæja.. það kom að því! Ákvað að reyna aftur við bloggpakkann.. Síðast þegar ég reyndi var ég að á barmi taugaáfalls vegna kaupákvörðunar okkar Kristjáns vegna Huldulandsins.. þannig að einhver tími er greinilega liðinn! Sit núna í "could be called a kitchen..but..." og urra af vonsku yfir iðnaðarmönnum og sviknum loforðum! Velti því fyrir mér hvort það skaði að vera skyldur viðkomandi eða ekki?
Sumsé! Tvær vinnuvikur liðnar frá því að Þráinn frændi sendi mann á staðinn að setja upp eldhúsið mitt.. og er það tilbúið? NEI! Steinamennirnir hafa einnig uppgötvað að þögnin er gulls ígildi.. sérstaklega þegar þeir eru komnir með gullið mitt en ég ekki steininn þeirra!! (áhugavert.. gull í stað steins? hljóta að vera léleg skipti!)....
Þetta þýðir aðra helgi í hálfkláruðu eldhúsi.. ...vinsamlegast aðvarið staffið á Dominos..

Er enn í ruglinu með skólann.. er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að segja mig úr hinum æsispennandi áfanga "Bankar og fjármálamarkaðir" (kom á óvart að ég valdi kúrs með því nafni..? anyone..?).. og láta hina 3 duga þessa önnina! Var á barmi taugaáfalls vegna Skuldabréfa kúrsins sem Hersir klári er að kenna.. en við náðum að jafna það með miðsvetrarprófi í síðustu viku þar sem taugaáfallið færðist yfir á Hersi og er hann væntanlega ennþá að velta því fyrir sér hvernig hann gat endað með jafn vonlausan hóp! ..well hann ætlar allavega að endurskoða dæmið og vonandi verður kúrsinn fyrir eðlilegt fólk sem og mæður í fæðingarorlofi (en eins og allir vita þá minnkar heilastarfsemi um ca. helming meðan á því stendur...).

..hm.. jæja.. er byrjuð...
nú er ekki aftur snúið! skrifa örugglega meira í dag eða á morgun.. en eins og allir vita er ég alltaf ofvirk í öllu í byrjun en síðan dalaaaar....... ;O)