3. mars 2006

Var að spá...

..hvort það væri alveg eðlilegt að líta svona skelfilega út þegar maður er veikur. Ég meina, ég viðurkenni alveg að ég eigi langt í land með að verða krýnd Miss World, jafnvel á mínum bestu stundum.. en þegar smiðurinn, sem kom í morgun, hrökk hálft skref tilbaka þegar ég kom til dyra.. þá hlýtur eitthvað að vera "off". Fattaði síðan að ég hef líklega ekkert verið skárri í gærkvöldi þar sem eiginmaðurinn kom með mynd sem skartar hinni mistæku leikkonu Drew Barrymore í aðalhlutverki. Fyrir þá sem ekki vita það, skal það upplýst að Kristján dýrkar og dáir og þráir þessa fyrrum E.T. stjörnu. Ef að hann væri spurður að því hvort hann væri tilbúin til að stíga hliðarspor út úr hjónabandinu, og með hverjum þá, yrði svarið ofannefnd D.B.

..og með ljótustu eiginkonu sér við hlið í gærkvöldi..leigir hann mynd með goðinu! Sem hljóta að vera einhver merki um að hann hafi fengið nóg af ljótleikanum og vilji horfa á "krúttið sitt"... veit ekki hvernig ég á að taka þessu...?

Eldhúsið mitt er annars að verða æði.. fyrir utan raflagnir... í einu orði sagt: "hryllilegaflott". Hvet nærstadda sem fjarstadda til að kíkja í kaffi... lofa að hósta ekki ofan í það... Stend þó við það að ég set ekki mynd af því fyrr en allt er reddý... sem þýðir að rafvirkinn ræður ferðinni.

Ætla að prófa að tækla hann á eftir, er að spá í hvort ég verði að hringja með falið númer..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli