7. mars 2006

Þriðjudagar..

..eru venjulega miklir skóladagar..

En einhvern veginn er dagurinn í dag hálfruglaður... Hefði átt að fara í lögfræði kl. 8.15....en fór ekki.. Hefði átt að fara í bankaogfjármálmarkaði kl. 13.15...en fór ekki, er reyndar að spá í að hætta í þeim kúrs altogether. Á svo að mæta í skuldabréfakúrsinn hans Hersis kl. 16.15 og hef hugsað mér að mæta þar... þarf reyndar að skjótast í vinnuna smá áður og láta Öddu fá tilbaka gögn sem ég var að kíkja á fyrir hana...

Alltaf gaman að kíkja í vinnuna, heyra símann hringja og alla fara á taugum í stressinu...og labba svo bara út .... ;O) Það er annars farið að styttast allverulega í hinn endann á fæðingarorlofinu.. Bara rétt 2 mánuðir eftir (með lengingunni) og þá er bara life back to normal!

Erum búin að bjóða mömmu au-pair stöðuna hjá okkur... enda er hún að smella sér yfir í löglega pakkann eftir 2 daga (jebb...sixtyseven...)..en nei.. hún neitar okkur statt og stöðugt..

Skiljumettekki..

Bíðum bara eftir að Sveinbjörn reki Kollu og þá vantar kellinguna djobb...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli