28. apríl 2006

It’s all so quiet.. shhh..shhh..

Þjóðarbókhlaðan.

Samansafn af “uss”-um og illum augnagotum og endurhvarf til 6 ára bekksins.

Mér finnst ég vera minnst í heiminum þegar konan með hornspangargleraugun gjóar augunum á mig yfir efri brún gleraugnanna. Ég skrifaði of hátt.

Færa stólinn vaaarleeega.. usss.. ekki missa bókina.. ekki fletta of hátt... rífðu blöðin varlega í sundur úr skrifblokkinni... usss...

Hvað myndi gerast ég tæki bara trylling hérna og brysti í söng eins og í lélegri Bollywood mynd?

Þori ekki að reyna, en ég myndi klappa fyrir þeim sem væru til í tuskið.

26. apríl 2006

much ado about..

Einmitt. Er á haus í próflestri og veit varla hvað ég heiti. Er búin að þræla mig í gegnum ca. 34 kafla og á eftir 7! Finn alveg að mig langar að gera eitthvað allt annað og er tiltekt í skápum jafnvel farin að hljóma spennandi. Það hefur reyndar alltaf verið akkelisarhæll minn í prófum. Að þurfa að gera eitthvað annað en að læra.
Aldrei var herbergið mitt hreinna en í stúdentsprófunum, aldrei var bíllinn jafn fínn og þegar próf stóðu yfir í Háskólanum og aldrei var eldhúsið á Framnesveginum jafn vel málað og einmitt þegar B.S. ritgerðasmíð stóð sem hæst.

Fór inn í þessa törn vitandi af þessum galla mínum og hef algjörlega reynt að halda mig frá slíkum "freistingum" þó svo að sjaldan hafi verið jafn mikil þörf á að ég sleppti mér.

Bíllinn minn er kominn á þunglyndislyf eftir að ég eignaðist hann og húsið er að bugast. Eini staðurinn sem er perfect er bílskúrinn. Mér að þakka? Nei. Pabba.

Ætla að halda þetta út og pína mig í gegnum þetta próftímabil.

Dóttirin á annars afmæli eftir nákvæmlega 7 daga. Hún telur niður samviskusamlega og tilkynnir okkur á hverjum morgni hvað margir dagar séu til 5 ára afmælisins. Hún veit að við erum búin að kaupa gjöfina og yfirheyrir pabba sinn daglega um hvað það getur verið. "eruð þið búin að pakka henni inn.." "Er ég heit eða köld.." " Er það Barbie, er það Bratz..." ...veit ekki hvaðan hún hefur þessa sjúklegu forvitni ;O)

Jæja.. 10mín. pásan búin.. back to the books...

meira síðar..

18. apríl 2006

Sumar eftir tvo..

Norðanvindurinn er hér með beðinn um að hundskast út í hafsauga og hleypa sunnanvindinum að. Þú hefur tvo daga til að koma þér í burtu góðurinn og getur svo mætt aftur í desember. EKKI FYRR!

11. apríl 2006

hmmm...

You Are an Excellent Cook

You're a top cook, but you weren't born that way. It's taken a lot of practice, a lot of experimenting, and a lot of learning.
It's likely that you have what it takes to be a top chef, should you have the desire...

7. apríl 2006

Hvað er klukkan?

..ójá.. eitt núll fyrir kvenþjóðina!

Hef síðan í júlí s.l. dílað og vílað við hina ýmsu iðnaðarmenn, eiginlega alla flóruna.. og oftar en ekki er verið að ákveða stund og stað.

"Kem við í fyrramálið".. "Kem kl. 13.00".."Kem á þriðjudaginn kl. 9.00"...

Árangurinn? Glataður. Enginn af þeim kunni á klukku, sumir virtust ekki einu sinni eiga dagatal. Þeir kunnu alveg djobbið, ekkert að lasta það, en tímasetningar.. bara grín.

Tími sem fór í að bíða eftir iðnaðarmönnum afþví að "..hann ætlaði að koma kl. 14.00" er ómældur. Hann var of mikil.

En í gær datt ég inn í Vogue til að panta gardínur og upplifði í fyrsta skipti góða þjónustu á þeim bæ. Ekki bara góða heldur frábæra. Í lokin var það ákveðið að þau kæmu heim og tækju mál og hún flippaði yfir "skeddjúlið" og sagði, .."já, hef smá tíma á morgun, kl. hálfellefu, verð vestur í bæ..". Ég hugsaði náttúrulega ..yeah right, glætan, hef heyrt þennan áður ljúfan.. En setti upp ljúfasta kellingabrosið og þakkaði henni mikið vel fyrir að ætla að koma svona fljótt.

Klukkan er núna 6 mínútur yfir 11. Hún er búin að koma. Hún bankaði eina mínútu í hálfellefu.

Hún kann á klukku. Ég hugsa að hún kunni líka á dagatal. Hún varaði mig við að venjulega væru þetta 3 vikur, en ég yrði að taka tillit til páskana. Auðvitað.

Sjáum til, let the countdown begin. Hef fulla trú á Vogue... og kvenfólki með klukku.

6. apríl 2006

Frá París..

Stundum veit ég ekki í hvora löppina ég á að stíga..

..það er bara allt of mikið að gera, segi ég sjálfri mér og dæsi reglulega yfir því hvað ég á bágt. Svo fréttir maður af ósköpum í kringum sig og veltir því fyrir sér hvað maður sé í raun að gera við tímann. Ég er ekki að skrifa bók sem breytir lífi þúsunda aðila, ég er ekki að finna upp lækningu við krabbameini og ég er ekki að auðga andann með neinu.. Er hætt að teikna, hef aldrei getað sungið og les varla bók í dag.. nema þá um skuldabréfaafleiður og annað álíka spennandi.

Vinir mínir eiga flestir í sama basli.. aldrei er tími til að setjast niður og anda. Bara anda og ekkert annað. Njóta samvista við vini sína og hlægja. Held að ég geri of lítið af því. Vegna þessara ótrúlegu anna, sem einhvernvegin eru svo ómerkilegir hlutir þegar litið er síðar til baka, gleymir maður að rækta samböndin og býst alltaf við því að allir séu til staðar þegar maður þarf á þeim að halda. Nýja apríl heitið mitt er því (hljómar svo miklu betra en áramótaheit) er því að rækta garðinn minn. Að öllu leiti.

Ætla að byrja hægt svo að þetta rústist ekki strax. Á það nefnilega til að henda mér í hlutina með látum og klára svo ekki af því að mér fallast hendur.

Veit ég er eitthvað voðalega væmin í dag.. en þetta er bara málið.

Sættu þig við það.

1. apríl 2006

Magnað félagslíf..

..eða hvað haldið þið:

"Skattframtali skilað 31.mars (föstudagskvöld) 2006 kl. 21:47"

Náði allavega fyrir mánaðarmót, var með frest til 27. en konan í skattinum sagð'ókei.. bara fyrir mánaðarmót ljúfan...

Nú hlær hún örugglega á morgun kellingin.. og segir "fyrsti aprílll fíbblið þitt..."

Sissó sagði mér allavega að hann hefði skilað tveimur mánuðum of seint í fyrra og samt á netinu! ..og ekki einu sinni komment frá skattstjóra!

Well.. ætla að færa þetta í hendur einhvers löggilts svindlara næsta ár.. endaði með að þurfa að borga helling sem er skandall! Hef ekki lent í því.. (reyndar á Kristján að borga en ekki ég.. he he.. sjáum hvort maður láni kallinum pening í ágúst..)

Til að halda upp á skilin er ég komin með Bailey's glas í hönd.. og horfi á "The Fan" á stöð 2.. aftur vek ég athygli á mögnuðu félagslífi...

Mér við hlið liggur eldri dóttirin sem sofnaði yfir idol... aftur þetta með félagslífið...

En úr því rætist kannski á morgun! Útibúið er að halda starfsdag og ég á að mæta. Svo ætlar liðið á skrallið um kvöldið.. og aldrei að vita nema að maður mæti líka þar! Kemur í ljós.. pössunarhliðin er ekki alveg frágengin enda hafa þessi blessuðu börn mín átt leiðinlegustu foreldra í heimi á síðustu vikum sem gera ekkert annað en að setja þau í pössun...

... er að spá í að skella mér í rúmið.. verst að Músíktilraunir voru að klárast og fagnaðarlætin enn í hámarki.

Veit ekki hver vann.. don't care... gleymdi samt að setja rafstraum á girðinguna hjá mér..