22. apríl 2008

Óskar-listi?

Auðvitið var það Ósk sem gat listann, svona 92%.. enda enginn smá óskalisti hér á ferð. Eina atriðið sem vafðist fyrir henni var nr. 10. Þetta er "einhverja bók" :O)

..og varðandi "litla trampólínið" þá er það ekki hógværð sem spilar þarna hlutverk, heldur örvænting. Það var nefnilega búið að tilkynna henni að það yrði ekki keypt trampólín, ekki nú og ekki í framtíðinni.. erum búin að heyra aðeins of margar hryllingssögur tengdar þessu. Þá uppgötvaði hún að það er til mini-útgáfa af þessu og er að reyna að troða henni inn í pakkann... snjöll stelpa!

Annars er það að frétta að ég skaust til Parísar um helgina með stelpum úr vinnunni, voða gaman og er stefnan sett á Róm um næstu helgi! Þar ætlum við að hitta Vigga og Grétu og eyða með þeim nokkrum dögum í þessari spennandi borg. Hlakka mikið til. Ábendingar um veitingastaði eru vel þegnar!

Munum síðan keyra niðreftir til Spánar 9.maí og vera í viku hjá tengdó. Eigum von á því að Heiddi, Signý og Gulli (ásamt nýjum ófæddum erfingja) verði á staðnum og hlakkar okkur mikið til að hitta þau :O)

Þetta er svona nokkurn veginn planið fyrir næsta mánuðinn. ´

Biðjum að heilsa öllum í bili,
kv
slauga og co.

18. apríl 2008

Óskalisti Gabríelu...

Finnst rétt að þið spreytið ykkur á þessu áður en ég set inn "þýðingu"!


6. apríl 2008

Sumarið komið?

Byrjum á ljósmynd...


..eins og sést þá tók sumarið örlitla U-beygju núna um helgina! Skiptust á skin, skúrir og massíft haglél!! Erum ekki sátt!

Hér keppist fólk við að sannfæra okkur um að í fyrra hafi verið 30 stiga hiti í apríl, yeah right! Kanntu annan...

Heimsóttum nágranna okkar í dag, Gígju og Jeromie, en þau búa á horninu fyrir neðan okkur. Hún er íslensk og hann Belgi. 2 fjörugir strákar á heimilinu, Leó, sem varð 7 ára í gær og Viktor sem er rétt 2 mánaða. Leó og Gabríela náðu vel saman, horfðu á sjóræningamynd og ætla sér stóra hluti í Playstation.

Greyið drengurinn, veit ekki á hverju hann á von, hún er auðvitað búin að taka "master class" og "extensive training" hjá frú Mogensen..

Fórum í gær á skemmtilega sýningu sem heitir ca... "Mekanískir draumar Leonard De Vinci"

Þar er sumé búið að byggja slatta af þeim hlutum sem hann teiknaði, eiginlega ótrúlega fríkað að sjá hvað hann var óendanlega langt á undan sinni samtíð. Hér er linkurinn fyrir þá sem treysta sér í frönskuna.

Fleira er ekki í fréttum... ætla að reyna að enda á vídeói, sjáum hvernig til tekst!



Bæjó,

slauga og co.

2. apríl 2008

Moi buggaði í bíjinn..

..bara örstutt (af því að síðustu færslur hafa einmitt verið svo langar og ítarlegar ;O) )..

Fannst þetta bara óhemju fyndin setning sem datt úr úr fransk/íslenska barninu okkar um daginn. .. sumsé:

"Moi buggaði í bíjinn" þýðir "ég gubbaði í bílinn".. en það var mér tilkynnt í gær þegar ég kom heim. Þá hafði Rebekka fengið nóg af ógeðlsegri bensínstækju í bílnum (gat á bensínleiðslu aukabílsins sem leiddi til megnrar stækju sem var lagað í dag) og gerði sér lítið fyrir og ældi til að mótmæla þessu.

Hún er sumsé öll að koma til í orðum. Þau eru bara óeðlilega undarlega samsett í augnablikinu vegna blöndunar tungumálanna!

Moi (ég) er notað óspart
Veux pas!! með áherslu (vil ekki)
Ici, ici, ici... (hér, hérna, hér ..oft með æsingi)
Encore (aftur)
Au revoir.. gjarnan sagt þegar hún er búin að fá nóg af liðinu!
NON!!!! ...mikið notað, held að þýðing sé óþörf!

Annars er Kristján farinn að vinna hjá flutningarfyrirtækinu Kúnni og Nagli (Kuehne-Nagel.com)
...hann kemur sjálfur með ítarlegan fréttaflutning af því djobbi á næstunni. Mér færist það illa úr hendi!

Annars biðjum við bara að heilsa í bili og líka broddgölturinn sem við hittum þegar við komum heim áðan... hrikalegt krútt og var bara að tjilla við tréð!

bæjó,
slauga og co.