1. apríl 2006

Magnað félagslíf..

..eða hvað haldið þið:

"Skattframtali skilað 31.mars (föstudagskvöld) 2006 kl. 21:47"

Náði allavega fyrir mánaðarmót, var með frest til 27. en konan í skattinum sagð'ókei.. bara fyrir mánaðarmót ljúfan...

Nú hlær hún örugglega á morgun kellingin.. og segir "fyrsti aprílll fíbblið þitt..."

Sissó sagði mér allavega að hann hefði skilað tveimur mánuðum of seint í fyrra og samt á netinu! ..og ekki einu sinni komment frá skattstjóra!

Well.. ætla að færa þetta í hendur einhvers löggilts svindlara næsta ár.. endaði með að þurfa að borga helling sem er skandall! Hef ekki lent í því.. (reyndar á Kristján að borga en ekki ég.. he he.. sjáum hvort maður láni kallinum pening í ágúst..)

Til að halda upp á skilin er ég komin með Bailey's glas í hönd.. og horfi á "The Fan" á stöð 2.. aftur vek ég athygli á mögnuðu félagslífi...

Mér við hlið liggur eldri dóttirin sem sofnaði yfir idol... aftur þetta með félagslífið...

En úr því rætist kannski á morgun! Útibúið er að halda starfsdag og ég á að mæta. Svo ætlar liðið á skrallið um kvöldið.. og aldrei að vita nema að maður mæti líka þar! Kemur í ljós.. pössunarhliðin er ekki alveg frágengin enda hafa þessi blessuðu börn mín átt leiðinlegustu foreldra í heimi á síðustu vikum sem gera ekkert annað en að setja þau í pössun...

... er að spá í að skella mér í rúmið.. verst að Músíktilraunir voru að klárast og fagnaðarlætin enn í hámarki.

Veit ekki hver vann.. don't care... gleymdi samt að setja rafstraum á girðinguna hjá mér..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli