13. mars 2006

Það er árið 2006...

...en eitthvað hafa þeir ruglast á dagatölum hjá Íslensk-Ameríska..

Krisján fór í Bónus allra landsmanna í gær og verslaði inn... svo sem ekkert tilitökumál, en í þessari ferð voru einnig keyptar bleyjur á prinsessuna. Með þeim fylgdi síðan bæklingur sem bar heitið:

"Töfrar svefnsins"
Fyrir mæður með börn á aldrinum 0-6 mánaða.

Mæður?? hvað með feður? hvaða rugl er þetta á þessari öld? ..og ef þeir ætla að fara að skýla sér bakvið eitthvað bla bla um að konan sé heima í 6 mánuði og karlinn svo skal þeim bent á að í lögunum um fæðingarorlof (95/2000) stendur:

8. gr. Réttur foreldra á vinnumarkaði. Foreldrar, sbr. 1. mgr. 1. gr., eiga sjálfstæðan rétt til fæðingarorlofs í allt að þrjá mánuði hvort um sig vegna fæðingar, frumættleiðingar eða töku barns í varanlegt fóstur. Þessi réttur er ekki framseljanlegur. Auk þessa eiga foreldrar sameiginlegan rétt á þremur mánuðum til viðbótar sem annað foreldrið getur tekið í heild eða foreldrar skipt með sér. …1)

akkúrat!

Í einu orði: Hallærislegt! held þeir ættu að endurprenta þennan bækling..

úff.. eins gott að Rebekka á ekki eftir nema mánuði í 6 mánuðina.. þá getur hún farið að kynnast pabba sínum...

hrumpfh...

ætli þeir séu ekki bara með dagatalið hans Norman Rockwell uppi við frá 1956 sem sýnir hina "fullkomnu fjölskyldu" ..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli