29. ágúst 2006

Hvað er eitt "sumar" á milli vina?

Sumarið búið, eins og það hafi nokkurn tíman komið. Það passar því að það líði eitt sumar á milli bloggskrifa, næstum eins og ekkert hafi liðið á milli..

Skítakuldi í vesturbænum og norðanáttin blæs.. og blæs.. og blæs vonandi ekki húsinu okkar um koll! Af Nýlendugötunni er allt gott að frétta, erum enn að leita að au-pair, ótrúlegt en satt. Við erum greinilega með svokallað negatíft aðdráttarafl þar sem okkur virðist takast að hrekja væntanleg au-pair í skóla, til annarra fjölskyldna og jafnvel annarra heimsálfa.. Þær bara vilja ekki koma til okkar! Samt reynum við hvað við getum til að lokka þær að og laða! (ég ætti þó kannski að taka nektarmyndirnar af Kristjáni af au-pair síðunni.. hmm...)

Höfum þessvegna ákveðið að ættleiða tvo litla drengi sem hvort eð er búa hjá okkur og eru þrælar okkar eins og stendur. Já.. Sigurþór og Roald héldu að sælan ein myndi bíða þeirra eftir brúðkaupið sitt, en annað kom á daginn. Þrælahald í kjallaranum og rétt svo slaki á keðjunni til að þeir nái í uppvaskið og eldavélina! Grettisgatan er sumsé "still under construction".. Tók eftir því áðan að Sissó reyndi allt til að ná símanúmerinu hjá verktakanum sem sér um aðgerðir í "Extreme makeover: Home Edition" en þeir settu alltaf einhvern texta yfir! Get samt ekki kvartað, bara gleði að hafa þá félaga hjá okkur, eldað og allt!

Veit svo sem ekki hvað er meira markvert í fréttum, fyrir utan það að þvottavélin gaf upp öndina áðan (sem er algjörlega Kristjáni að kenna, hann bara neitar að viðurkenna það, en hann stöffar hana svo að hún gat bara ekki meir) sem er ekki gott fyrir 6 manna fjölskyldu. Fer í það á morgun að fá annaðhvort læknismeðferð eða dánarvottorð!

ójú! Kristján er byrjaður á garðinum! Ætlar að smella sér í pallavinnu! Það verður frábært, enda lýstu nágrannarnir því yfir um daginn að líklega gætum við unnið verðlaun fyrir ljótasta garðinn í götunni. Held að þau þjáist að búa við hliðina á okkur!

Stelpurnar hressar, ...og nei, Rebekka er hvorki komin með tennur, hár né farin að ganga (og veldur þetta miklum áhyggjum hjá þeirri eldri, sem ber hana saman við systur Sylvíu, Henríettu, sem er 4 dögum eldri en Rebekka..).. og er það bara fínt. Þá þarf ég alla vega ekki að hafa áhyggjur af henni í stiganum strax!

Er annars að byrja í skólanum í næstu viku þannig að gleðiveturinn mikli er handan við hornið... er að bíða eftir einkunnum úr haustprófunum (prófin sem ég sleppti að taka í desember), en það er auðvitað skiljanlegt að það taki menn 3 vikur að fara yfir próf hjá 6 nemendum. REALLY!!

Jæja, nóg í bili, höndla ekki of bráða byrjun! Allt er gott í hófi fólk!

Þar til næst,

slauga