22. mars 2006

11 ár..

síðan ég kom heim frá París eftir 9 mánaða dvöl sem au-pair. Sex ár síðan við stelpurnar fórum út á 5 ára reunion. Hmm.. veit þetta náttúrlega upp á hár þar sem ég varð 23 ára í gær (líka hægt að lesa tölurnar afturábak og þá með leiðinlegri niðurstöðu..).

Það eru sumsé 2 dagar í það að ég fari aftur út, nú með kallinn með mér. Það liggur mikið undir þar sem hann heldur örugglega að ég hafi stúderað París og þekki hana eins og lófann á mér. Glætan! Við uppgötvuðum t.d. bara 3ja hverfið (sem er eiginlega það skemmtilegasta) þegar við fórum fyrir 6 árum! Einhvern veginn var þetta dvöl sem einkendist meira af "paris at night" og í lestum... Tók ekki alveg túristapakkann nema þegar einhver kom í heimsókn! (og þá varla..). Þarf líka að rifja upp frönskuna (hann heldur að ég sé fluent.. djók! )

Það eru sumsé 2 dagar í flugið... got it? Vona ótrúlega að Inga mamma hennar Auðar verði að vinna eða Gullý systir Lallý...Þarf eitthvað svona róandi andlit í crew-inu sem getur hjálpað mér! Vona að þetta gangi vel.. en þeir sem hafa setið mér í flugvél vona það örugglega líka, svona fyrir hönd hinna farþegana.

En sobril töflurnar fá sko samt að koma með, þeim finnst gaman að fljúga. Einu sinni ákváðu þær (á leiðinni frá Boston) að það væri skemmtilegast að vera þrjár saman. Í staðinn fyrir single..

Man ekki eftir flugferðinni. Man eftir að Erla skildi mig eftir í fríhöfninni og ég sagðist vera að koma. Man eftir fríhöfninni í slow mo.. man ekki meir. Skammaði svo Kristján fyrir að hafa ekki verið heima til að taka á móti mér. Sannleikurinn? Hann var heima.. leiddi mig inn, lagði mig í rúmið og kom svo heim í hádeginu aftur til að tékka á mér. Held það verði ekkert sobril tríó í þessari ferð. Kannski duo, enda virkar þetta ekki solo... mio...

Eða kannski verð ég bara full.. nenni því samt ekki.

Munið bara þegar þið lesið moggann og sjáið "Flugdólgar eru ekki bara karlkyns.." þá er væntanlega verið að tala um mig.. og þá voru sobril töflurnar búnar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli