27. júlí 2008

Uppgefin..

..ekki vegna andlegra þrenginga eða bölsýniskasta, heldur fór þriggja manna fjölskyldan í hjólaferð í dag. Netta 4 klukkutíma!! Sannfærðist enn og aftur að líkamsástand mitt er ekki upp á marga fiska (reyndar hræðilega marga ef notast er við einfaldan útreikning..) !! Nokkrir svona hjólatúrar í viðbót og bingó! gæti líklega farið að vinna sem módel!

En nóg um slíkar hryllingsmyndir, nóg er að gerast á næstu dögum og verður farið stuttlega yfir það hér!

Sáum reyndar eitt pínu fyndið í hjólreiðatúrnum, risa rúta hafði ákveðið að stoppa á bensínstöð og bílstjórinn áttaði sig ekki á því að það var smá "brekka" í útafkeyrslunni. Rútan var sumsé pikkföst.. og ég náttúrulega greip símann og smellti af einni mynd:


Eftir 2 daga koma mamma, pabbi og Gabríela! jibbíjei!! Það verður æðislegt að fá skvísuna aftur og auðvitað frábært að fá mömmu og pabba í heimsókn. Erum síðan búin að leigja hús í Toscana héraði á Ítalíu og ætlum að dvelja þar í eina viku! mmmm.... það fjúka engin kíló í þeirri viku, það er alveg á hreinu, Ítalir eru víst ekki þekktir fyrir vondan mat eða vond vín...

Dólum okkur svo rólega tilbaka og reynum að finna einhver B&B á leiðinni. Gerum ráð fyrir að vera komin aftur til Lúx um 12-14. ágúst..

Síðan kemur nýja "peran" okkar þ. 22. ágúst! Kaja heitir hún og hlökkum við mikið til að kynnast henni. Held að það sé alveg ljóst að við höfum verið ljónheppin með "perur" og eigum örugglega eftir að fá báðar fyrrverandi (Marian og Salóme) í heimsókn áður en langt um líður!!
..
..If you are reading this Marian, I am suggesting that you come for a visit! We've been tracking your adventures throughout Australia and are looking forward to hearing more about them over the dinner table :O)
..
Það er því nóg að gera á næstunni. Höfum heldur ekki alveg legið í leti síðustu vikur. Um síðustu helgi var Blues og Jazz hátíð í Lúxemborg! Algjörlega frábært dæmi. Minnti mann á menningarnótt heima, bara einhvern vegin (sorrý) þúsund sinnum skemmtilegra...

Eyddum síðan gærdeginum í bænum þar sem miðaldarhátíð var í gangi.. .. tókum reyndar bara eftir því þegar við vorum á leiðinni heim frá sjóræningaskipinu sem er rétt við bæinn. Risa leiktæki fyrir krakka og busluaðstaða. Hér eru tvær myndir teknar úr símanum, við höfum ekki alveg verið að muna eftir myndavélinni uppá síðkastið!!

Biðjum annars að heilsa öllum,

uppgefin og co.

13. júlí 2008

Maastricht.....skóóóór...

Ok, Salóme, ef þú lest þetta, ekki verða reið.

En við vorum eiginlega að finna borgina. Þá meina ég BORGINA! Skruppum í gærmorgun til Maastricht í Hollandi. Liðlega 2 klst. ferð og boy oh.. boy! Þetta er alveg borgin. Allt iðandi af mannlífi, litlum sætum verslunargötum og skóm.

JÁ! Skóm!

Í Lúx fást eiginlega ekki skór. Maður telst vera mjög heppinn að finna flotta skó hér. Svoldið eins og að vinna í lottói. Enda vantar enn aldurshóp hér inn, þ.e. háskólafólk, sem auðvitað skapar eftirspurn eftir flottum skóm ;O).

Háskólanemarnir eru sumsé allir í Maastricth. Í flottum skóm!

Mmm.. ætlum að fara bráðlega aftur og gista þá kannski eina nótt. Allir velkomnir með! ..Maastricht er alveg málið, er m.a. með 4 Michelin stjörnu veitingastaði!

Það er ansi mikið, just so you know it!! Þetta er sumsé borgin sem ég ætla að skoða miiiklu betur!

Erum sumsé bara á rólegheitarnótum þessa dagana, með eitt barn og hið ljúfa líf ræður ríkjum. Söknum auðvitað Gabríelu óendanlega mikið en vitum að hún er í frábæru yfirlæti; var í stelpupartýi í gær hjá ömmu Lallý, er á sundnámskeið og leikjanámskeiði, er á leiðinni á Krosseyri næstu helgi og nýtur þess á milli ljúfa lífsins í faðmi ömmu og afa og allra hinna sem vilja knúsa hana :O)

Erum eiginlega bara að tjilla, ekkert að frétta þannig þannig að þetta er bara svona stutt til að segja hæ!

Eitt myndaband að lokum, tekið fyrir 10 mínútum, rétt fyrir háttatíma og tiltekt.



bless í bili,
slauga og co.

3. júlí 2008

Ein í kotinu... eða svona næstum því!

Saaaaa .... lóóóóóóó.... meeeeeee


Gaaaaa.....bíjjllllllllll......laaaaaaaa

Rebekka kallar!

Allir farnir, gestir, au-pair og barn. Þ.e. eitt barn, Gabríela.

Hitt barnið, sem gengur einnig undir nafninu rauðhærði skriðdrekinn, er ein með foreldrum sínum. Hún gengur um húsið og kallar þessi tvö nöfn til skiptis. Gaaabííííjjlaaaaa.... Saaaaalóóóómeeeeee. Og enginn svarar. Fúlt. Skilin ein eftir.

Foreldrarnir hugsa sér gott til glóðarinnar og sjá fyrir sér að nú hefjist uppeldið! Það hríslast örugglega um nokkra við þennan lestur, enda jafnast þetta á við dvöl í ungliðabúðum kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.

En það er alveg á hreinu að Salóme er saknað (og auðvitað Gabríelu líka..). Smelli hérna inn mynd sem ég fékk að stela frá Saló. Tekin þegar hún var að passa fyrir okkur á meðan við vorum í Róm:




Algjörar dúllur.. allar þrjár! Takk Saló fyrir veturinn! Hugsaðu svo vel um hann frænda minn annars kem ég og tek í skottið á þér!!!

Annars er gestagangur búinn að vera með ágætis móti. Á 10 daga tímabili voru hér í húsinu auk fjölskyldumeðlima; Sigga og Eygló, (mamma Saló og litla frænka), Sissó, Begga og Kristinn og Jón og Gullý!

Auk þeirra, en ekki á sama tímabili, fengum við Dísu, Gretti, Andreu og Emil í heimsókn.

Erum því enn í sæluvímu eftir allar þessar heimsóknir. Fyrrnefndi hópurinn (fyrir utan Jón og Gullý) var það heppinn að hann náði afmæli hertogans hér í Lúx, en þá halda Lúxarar sína þjóðhátíð. Allur bærinn var undirlagður af tónlist og partýi og endalaust gaman. Veit að ég má reikna með B&K á sama tíma að ári :O)

Gabríela er komin til Íslands og dvelur í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Veit að hún hefur verið að "hjálpa" Ósk með fótboltanámskeið og er nú væntanlega stödd upp í sumó í sveitasælunni. ...skal alveg viðurkenna að ég er pínu abbó ;O)

Fótbolti er hins vegar ekki mjög ríkjandi í skólanum hennar Gaby. Enda geðsjúklega amerískur skóli.. yes, há dú jú dú!

Þessi myndir segja væntanlega meira en mörg orð!













Viljum svo endilega hvetja fólk til að nýta sér flugferðir til meginlandsins áður en að KREPPAN verður til þess að flugsamgöngur við Ísland leggjast af og gamli Gullfoss verður tekin aftur í notkun. Pæliði aðeins í því.. kreppa hvað!
Kveðjum héðan í bili úr Lúxuslandinu. Þurfum að huga að því hvað við gerum á morgun, frúin tók sér frí og vorum við að spá í að skella okkur til Brussel með lestinni. Vitum það ekki. En það gæti verið næs...

Þar til næst,
slauga og co.