10. mars 2006

Ég sé...

..Esjuna og ýmislegt annað eftir að blái viðbjóðurinn kvaddi þetta líf í gærkvöldi. Við urðum alltíeinu vör við blikkandi ljós þar sem að lögreglan var búin að loka Mýrargötunni.. væntanlega vegna þess að ef allt hefði farið á versta veg hefði framhliðin fallið framfyrirsig.. sem hún gerði nú reyndar ekki... en hún féll þó!

Ákvað að skella inn nokkrum myndum, til að sýna muninn.. en nú þarf maður að venjast nýju útsýni! Þeir eiga nú eftir að hreinsa betur upp en þetta er allt að koma hjá þeim. Þetta hús hefur haft ótrúlega vonda nærveru þann tíma sem við höfum búið hér vestur frá. Tvisvar hefur hefur verið kveikt í því .. og þrátt fyrir að okkur finnist plús að hafa smá "happening" í kvöldverðarboðum hjá okkur, þá var þetta ekki alveg málið! Útigangsmenn hafa búið þarna og krakkarnir í hverfinu hafa sum hver teflt á tæpasta vað með því að "rannsaka" húsið í því ömurlega ástandi sem það hefur verið.

Nú er sumsé Martröðinni á Blá-stræti að ljúka. Vertu bless ljóta hús.. vertu bless. Þín verður ekki saknað.
Svo er líka svo gaman að sjá hvað var bakvið hryllinginn... hmm.. þarna sjáum við Esjuna, sjáum inn á Fiskislóðina og svo annan gaflinn á einhverju húsi sem ég þarf að komast að því hvað er..

Hlakka til að sjá hvað verður sett í staðinn, ég veit ég missi útsýnið aftur, en gæti mögulega fengið eitthvað huggulegt í staðinn. Ég set bara fram eina kröfu.. og ég meina það! Þegar verður farið að byggja upp nýja húsið sem kemur þá krefst ég þess að þeir sem ráði þar ríkjum velji iðnaðarmenn eftir útliti. Ég vil huggulega iðnaðarmenn sem að myndu sóma sér vel á hvaða centerfolderi sem er .. Engar rassaskorur takk! Ég verð með besta útsýni bæjarins yfir framkvæmdirnar og ég vil eitthvað til að horfa á...

Þegar maður hefur neyddur til að éta hafragraut í öll mál er lágmark að maður fái nokkra konfekt mola á eftir.. erþaggi? Centerfoldera og huggulega sveina!

Lágmarkskrafa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli