26. apríl 2006

much ado about..

Einmitt. Er á haus í próflestri og veit varla hvað ég heiti. Er búin að þræla mig í gegnum ca. 34 kafla og á eftir 7! Finn alveg að mig langar að gera eitthvað allt annað og er tiltekt í skápum jafnvel farin að hljóma spennandi. Það hefur reyndar alltaf verið akkelisarhæll minn í prófum. Að þurfa að gera eitthvað annað en að læra.
Aldrei var herbergið mitt hreinna en í stúdentsprófunum, aldrei var bíllinn jafn fínn og þegar próf stóðu yfir í Háskólanum og aldrei var eldhúsið á Framnesveginum jafn vel málað og einmitt þegar B.S. ritgerðasmíð stóð sem hæst.

Fór inn í þessa törn vitandi af þessum galla mínum og hef algjörlega reynt að halda mig frá slíkum "freistingum" þó svo að sjaldan hafi verið jafn mikil þörf á að ég sleppti mér.

Bíllinn minn er kominn á þunglyndislyf eftir að ég eignaðist hann og húsið er að bugast. Eini staðurinn sem er perfect er bílskúrinn. Mér að þakka? Nei. Pabba.

Ætla að halda þetta út og pína mig í gegnum þetta próftímabil.

Dóttirin á annars afmæli eftir nákvæmlega 7 daga. Hún telur niður samviskusamlega og tilkynnir okkur á hverjum morgni hvað margir dagar séu til 5 ára afmælisins. Hún veit að við erum búin að kaupa gjöfina og yfirheyrir pabba sinn daglega um hvað það getur verið. "eruð þið búin að pakka henni inn.." "Er ég heit eða köld.." " Er það Barbie, er það Bratz..." ...veit ekki hvaðan hún hefur þessa sjúklegu forvitni ;O)

Jæja.. 10mín. pásan búin.. back to the books...

meira síðar..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli