28. apríl 2006

It’s all so quiet.. shhh..shhh..

Þjóðarbókhlaðan.

Samansafn af “uss”-um og illum augnagotum og endurhvarf til 6 ára bekksins.

Mér finnst ég vera minnst í heiminum þegar konan með hornspangargleraugun gjóar augunum á mig yfir efri brún gleraugnanna. Ég skrifaði of hátt.

Færa stólinn vaaarleeega.. usss.. ekki missa bókina.. ekki fletta of hátt... rífðu blöðin varlega í sundur úr skrifblokkinni... usss...

Hvað myndi gerast ég tæki bara trylling hérna og brysti í söng eins og í lélegri Bollywood mynd?

Þori ekki að reyna, en ég myndi klappa fyrir þeim sem væru til í tuskið.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli