6. apríl 2006

Stundum veit ég ekki í hvora löppina ég á að stíga..

..það er bara allt of mikið að gera, segi ég sjálfri mér og dæsi reglulega yfir því hvað ég á bágt. Svo fréttir maður af ósköpum í kringum sig og veltir því fyrir sér hvað maður sé í raun að gera við tímann. Ég er ekki að skrifa bók sem breytir lífi þúsunda aðila, ég er ekki að finna upp lækningu við krabbameini og ég er ekki að auðga andann með neinu.. Er hætt að teikna, hef aldrei getað sungið og les varla bók í dag.. nema þá um skuldabréfaafleiður og annað álíka spennandi.

Vinir mínir eiga flestir í sama basli.. aldrei er tími til að setjast niður og anda. Bara anda og ekkert annað. Njóta samvista við vini sína og hlægja. Held að ég geri of lítið af því. Vegna þessara ótrúlegu anna, sem einhvernvegin eru svo ómerkilegir hlutir þegar litið er síðar til baka, gleymir maður að rækta samböndin og býst alltaf við því að allir séu til staðar þegar maður þarf á þeim að halda. Nýja apríl heitið mitt er því (hljómar svo miklu betra en áramótaheit) er því að rækta garðinn minn. Að öllu leiti.

Ætla að byrja hægt svo að þetta rústist ekki strax. Á það nefnilega til að henda mér í hlutina með látum og klára svo ekki af því að mér fallast hendur.

Veit ég er eitthvað voðalega væmin í dag.. en þetta er bara málið.

Sættu þig við það.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli