7. apríl 2006

Hvað er klukkan?

..ójá.. eitt núll fyrir kvenþjóðina!

Hef síðan í júlí s.l. dílað og vílað við hina ýmsu iðnaðarmenn, eiginlega alla flóruna.. og oftar en ekki er verið að ákveða stund og stað.

"Kem við í fyrramálið".. "Kem kl. 13.00".."Kem á þriðjudaginn kl. 9.00"...

Árangurinn? Glataður. Enginn af þeim kunni á klukku, sumir virtust ekki einu sinni eiga dagatal. Þeir kunnu alveg djobbið, ekkert að lasta það, en tímasetningar.. bara grín.

Tími sem fór í að bíða eftir iðnaðarmönnum afþví að "..hann ætlaði að koma kl. 14.00" er ómældur. Hann var of mikil.

En í gær datt ég inn í Vogue til að panta gardínur og upplifði í fyrsta skipti góða þjónustu á þeim bæ. Ekki bara góða heldur frábæra. Í lokin var það ákveðið að þau kæmu heim og tækju mál og hún flippaði yfir "skeddjúlið" og sagði, .."já, hef smá tíma á morgun, kl. hálfellefu, verð vestur í bæ..". Ég hugsaði náttúrulega ..yeah right, glætan, hef heyrt þennan áður ljúfan.. En setti upp ljúfasta kellingabrosið og þakkaði henni mikið vel fyrir að ætla að koma svona fljótt.

Klukkan er núna 6 mínútur yfir 11. Hún er búin að koma. Hún bankaði eina mínútu í hálfellefu.

Hún kann á klukku. Ég hugsa að hún kunni líka á dagatal. Hún varaði mig við að venjulega væru þetta 3 vikur, en ég yrði að taka tillit til páskana. Auðvitað.

Sjáum til, let the countdown begin. Hef fulla trú á Vogue... og kvenfólki með klukku.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli