4. nóvember 2007

Vín og villtar meyjar..

...ekki kannski í því samhengi maður tengir oftast, heldur hefur þetta svona meira verið þemað síðustu daga. Gunni og Jóa komu í heimsókn á föstudagskvöldið og tóku villtu meyjarnar hér á heimilinu gleði sína á ný eftir að hafa þurft að hanga með pabba sínum allllllllla vikuna! Loksins ný andlit!

Til að hafa ofan af fyrir settinu fórum við með þau í outlettin rétt hjá Metz (í Frakklandi fyrir þau ykkar sem eru ekki svona alþjóðleg..) og þar var aðeins náð að versla. Fórum síðan beina leið þaðan í vínkynningu til hans Jesúsar. Jesú þessi er af spænskum ættum og tekur á móti litlum hópum og leiðir þá í allan sannleika um spænsku vínin. Enduðum á því að kaupa örfá eintök (teljum núna bara í dúsínum) og verður jafnframt hluti af flugvélinni á þriðjudaginn nýttur undir áfyllingu á Baugakórsbarinn... Amen.

Í dag fórum við síðan í bröns niðrí Grund (ekki tengt elliheimilinu) og röltum svo um gamla miðbæinn. Allt lokað á sunnudögum hér þannig að það var ekki mikið úr verslun í dag. Hef það eftir áreiðanlegum heimildum að það verði tekið á því á morgun í Trier...

Förum á eftir á veitingastað með tryllingana tvo.. ekki þó þennan sem er á horninu á götunni fyrir ofan... ónei, því að hann sérhæfir sig í hestasteikum sem einhvernveginn ég hef ekki lyst á! Klárinn góði með bernaise sósu..? Held ekki! Neibb, förum með liðið á ægilega góðan ítalskan stað sem tekur vel á móti börnum og brjálæðingum. Fullkominn staður fyrir okkur!

Lífið dettur síðan í réttan gír á morgun þegar Gabríela byrjar aftur í skólanum eftir vetrarfrí. Rebekka byrjar síðan að öllum líkindum í aðlögun á leikskóla sem er rétt hjá skólanum hennar Gabríelu í vikunni. Þá er meiri tími fyrir Kristján að sinna heimilisstörfum að kappi. Geri ráð fyrir því að það verði allt "spick-and-span" hérna á næstunni! Annars var hann með stórleik um daginn þegar hann var að velta fyrir sér þrifmálum og sá fyrir sér öskubuskustörfin með hryllingsglampa í augum.... Hann vatt sér þá yfir til nágrannakonu okkar og fékk nafnið á hreingerningarkonunni hennar... !!! Held að ég þurfi að setjast niður með honum og fara betur yfir starfslýsingu hans sem heimavinnandi húsmóðurs!

Jæja, meira ekki í bili.

Biðjum að heilsa öllum....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli