19. nóvember 2007

Er þetta íslenskt mangó...?

Þá er komið fréttabréfi vikunnar.. dróst reyndar aðeins vegna ferð frúarinnar til Köben, en meira af því síðar.

Byrjum á yngsta meðlim fjölskyldunnar.

Rauðhærði skriðdrekinn hefur hafið innrás sína inn í frönskumælandi leikskóla! Hún virðist vera að pluma sig vel, ...með smá gráti á morgnanna, ennþá! Tók reyndar trylling á pabba sinn um daginn þegar hann fór út af vananum og sleppti morgunkaffinu með hinum mömmunum. Hún hélt nú ekki, benti í áttina að kaffistofunni og grét sáran! Þarf greinilega sitt kaffi á morgnanna :O)

Er þetta íslenskt mangó? spurði Gabríela um daginn þegar hún og Sylvía sátu í makindum og borðuðu niðurskorna ávexti. Nei, ekki var það svo, en mangóið hafði reyndar "gleymst" í ávaxtaskálinni og var því orðið frekar ofþroskað.. og kannski ekki alveg eins og hún átti að venjast. Niðurstaðan var því sú, að fyrst að ávöxturinn var eitthvað "funky" þá hlyti hann að vera íslenskur... áhugavert!

Síðan er það Kaupmannarhafnarferðin. Fór til að hitta Vesturbæjarútibúið í jólahlaðborði í Kóngsins Köben. Mikið var ææææææðislegt að hitta þau öll... svo ég tali nú ekki um herbergisfélagann, frú Kvaran :O) Fengum reyndar fyndnasta hótelherbergi sem ég hef komið í. Hef aldrei, og þá meina ég aldrei, séð jafn lítið herbergi. Og meira að segja undir súð þannig að innilokunarkenndin (ef við hefðum haft svoleiðis) hefði orðið fullkomin. En það skipti engu, kompaníið var það sem skipti máli og það var fyrsta flokks!

Þetta var þó ekki þrautalaust að komast á leiðarenda þar sem að SAS, sem er annálað fyrir ömurlega þjónustu og tíð "cancelled flights", ákvað að ég væri ekki velkomin í vélina og seldu sæti mitt (sem ég hafði keypt fyrir 1 og 1/2 mánuði) til einhvers annars. Ég var sú eina sem komst ekki í vélina! Þeir sendu mig í staðinn í sight-seeing um Evrópu og stoppi í Frankfurt. Smart. Fékk skaðabætur "à la SAS" sem er háð því að ég noti upphæðina hjá þeim.. annars fái ég bara 50%. Algjörir snillingar! Komst þó rétta leið heim, án aukastoppa..

Húsfaðirinn er farinn á stúfana að leita að vinnu og verður allt sett á fullt á næstu vikum. Þannig að þið ykkar sem hafið sambönd í Lúxuslandinu, látið vita af ykkur. Kallinn næst í síma +352 621 316 990 :O) Hans verður án efa sárt saknað úr morgunverðarhópnum enda þekktur fyrir hressleika á morgnanna! Sorry girls..

Eigum síðan að fá bílinn á morgun ..sjö-níu-þrettán... þeir eru búnir að draga það ansi lengi og verður fróðlegt að sjá hvort að þeir nái að standa við stóru orðin.

Annars er bíllinn okkar á Íslandi enn óseldur. Því er nú verr og miður. Auglýsi hann hér því enn og aftur til sölu.... Lýsing á gripnum er í bundnu máli annarsstaðar á síðunni..

Meira er nú ekki að frétta af mannskapnum í bili. Nema að okkur vantar helgarpössun 30.nóv-2.des..... Áhugasamir gefi sig fram við söluborð Icelandair og panti sér helgarferð til Frankfurt. Við skulum sækja ykkur. :O)

Ástarogsaknaðarogalltþað..

slauga og co.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli