10. nóvember 2007

Hef hafið störf á Snyrtistofunni Dýrðin..

...spurning hvort að snyrtistofan ætti frekar að heita Dýrið..svona miðað við afrakstur og blót..?

Það er nú bara þannig að þegar maður er fluttur af landinu ylhýra þar sem maður var búin að koma sér upp allskyns þægilegum þjónustulinkum til að viðhalda (ó)endanlegri fegurð húsfreyjunnar þá fer að draga fyrir sólu þegar þessa aðila vantar hér. Ekki svo að skilja að Lúxembúrgískar konur séu kafloðnar og kiðfættar með náttúrulegan háralit, heldur er ég ekki alveg að leggja í það strax að biðja um "hár eins og Sigrún á Hársögu gerir" eða græja allt hitt stöffið eins og Halldóra á Snyrtistofu Ágústu gerir.. á frönsku! No merci monsieur..

Þannig að snyrtistofan opnaði í morgun. Byrjaði með vaxi..a'la öskur, blót og bölv.. og endaði með með hárlit í lengstu rót sem mannkyn hefur séð. Böttlerinn hló að mér allan tíman, en hann fær það borgað bölvaður. Engin desemberuppbót þetta árið! Afraksturinn er auðvitað stórkostlegur enda er efniviðurinn með eindæmum gæðalegur.

Bað síðan böttlerinn um að kveikja upp í arninum og brást hann vel við því, enda nýbúinn að fara út í skóg að höggva við (..eða kannski fór hann bara í búðina og keypti tilhogginn við..). Sjá má uppkveikjutaktana á meðfylgjandi mynd..!

Svona er hann aldeilis orðinn vel þjálfaður! Get leigt hann út til þeirra sem þess óska. Engin ábyrgð fylgir.

Nú er hann reyndar kominn inn í eldhús og farinn að gera að nautinu sem hann felldi í hádeginu... mmm.. nautasteik í kvöld með rauðvíninu sem ég heyri að hann er að opna! Skilst að um sé að ræða sömu tegund og Gunni bróðir skúraði gólfið með í Leifstöð.. fer betur í munni en á gólfi kallinn minn.. mundu það!
Í heimsókn hjá okkur er hún Sylvía sem ætlar að fá að gista í nótt. Þær tvær eru eins og samlokur þar sem að óstýrlátur ostur (Rebekka) er alltaf að reyna að troða sér á milli.

Hún gefur ekki þumlung eftir í baráttu sinni við að komast í klíkuna og er að ég held, að íhuga lengingaraðgerð í Rússlandi og talþjálfun til að komast nær takmarki sínu. Hér fyrir neðan má sjá vinkonurnar eftir andlistmálun dagsins. Gaby málaði Sylvíu og dittó..

Læt síðan fylgja með eina mynd af Rebekku síðan Gunni og Jóa voru hér.

Þá tók hún stroll "à la Afi".. dæmi hver fyrir sig ;)
Biðjum auðvitað að heilsa öllum og mikið væri nú gaman ef einhverjir af þeim sem kíkja við á síðunni, kasti á okkur kveðju.. þá erum við ekki alveg jafn langt í burtu!

Að lokum.. til hamingju með fallega nafnið þitt Kristinn Þór Hilmarsson. Knúsa þig í klessu þegar ég sé þig um jólin!

Au revoir..
Le böttler and the girls..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli