27. október 2007

Vikufrí..

..hjá Gabríelu hófst í gær. Fyrsta af nokkrum sem dynur yfir skólabörn á þessu svæði yfir veturinn. Held að næsta (fyrir utan jólafríið) sé í febrúar, síðan eitt í mars og svo það síðasta fyrir sumarfrí í maí... Eins gott að einhver sé heima til að sinna börnunum.. ;O) (lesist: Kristján has settled down for good..)

Annar er það að frétta af heimilismálum að leikskólamál virðast vera að leysast, erum komin með tvo í sigtið sem eru lausir fljótlega. Annar er nálægt skólanum hennar Gabríelu en hinn er tiltölulega nálægt heimilinu. Sá heitir því skemmtilega nafni Jardin de la Musique, (Tónlistargarðurinn) og er mikil áhersla lögð á tónlistarsköpun og tjútt og trall fyrir tveggja ára og eldri :O) Gæti hentað skvísunni vel! Hún er allavega mjög áhugaverð í kjörbúðunum þegar hún beygir sig í hnjánum og byrjar að "bömpa" í takt við tónlistina... minnir dáldið á danshreyfingar Sveinbjörns frænda..

Á morgun breytist tíminn hér í Lúx, þannig að nú verður klukkutíma munur á milli okkar og rigningarogrokslandsins. Það versta er að stelpurnar vakna örugglega á sama tíma á morgun, þ.e. kl. 8, sem er þá í rauninni 7.. gæti reyndar verið að þær myndu vakna kl 7.. sem er þá aftur kl. 6.. og svo gætu þær vaknað hálfátta ....... !!

Þurfum bara að sannfæra þær um að það sé nótt nótt nótt !

Og já!! Til hamingju með nafnið litli Erlu og Ólason.. Ólafur Diðrik Ólafsson! Held að þú hljótir að verða Ráðherra eða eitthvað ægilega merkilegt með þetta virðulega nafn! Fylgist spennt með!

Fáum síðan góða gesti í næstu viku þegar Gunni og Jóa koma í heimsókn. Eins gott segi ég nú bara þar sem það er hringt í "Unna" mörgum sinnum á dag úr leikfangasímanum og varla er borðaður sá biti að hann sé ekki fyrir sama aðila. Á því von á að fá manninn sílspikaðan út með eldrautt eyra eftir mikla símanotkun..

Nóg í bili, skjáumst síðar,

slauga

p.s. salan á bílnum klikkaði, það er því enn tækifæri fyrir þá sem nöguðu sig í handarbakið eftir síðasta blogg....

Engin ummæli:

Skrifa ummæli