27. september 2007

Í fréttum er þetta helst..

..að forráðamenn Blogger.com höfðu samband við mig út af sérlegu álagi á kommentakerfið á síðunni minni. Ég er því beðin um að koma því á framfæri við fólk um stilla kveðjum og athugasemdum í hóf, kerfið þolir ekki nema ákveðið magn. Verið alveg róleg, ekki missa ykkur, það komast allir að!!!!

..annars er ein vika búin í nýrri vinnu. Er svona hægt og rólega að koma mér inn í hlutina, er þó enn stoltur handhafi titilsins "vitleysingur vikunnar" en vona bara að einhver nýr fari að byrja sem getur tekið við honum af mér..

..foreldrarnir, les parents (jú jú, maður er orðin svo alþjóðlegur að maður getur ekki bundið sig eingöngu í það ylhýra..) koma á morgun ásamt rauðhærða skriðdrekanum. Skilst á síðustu fréttum að heiman að hún stjórni afa sínum með harðri hendi, hafi jafnvel tekist að koma böndum á fréttaáhorf hans og stillingu hljóðs í sjónvarpi, eitthvað sem mörgum hefur dreymt um en fáa þorað..

..að leitin að leikskólanum stendur enn yfir! Sérlegur fulltrúi frá leikskólaráði mun þó mæta á svæðið 2.nóvember til að taka út dæmið. Ljóst er að það eins gott að byrgja sig upp á uppskeruhátíðum víðsvegar í nágrenninu til að undirbúa komu hennar og kallsins..

..veður er orðið skítt, svona rigning og frekar kalt. Treysti þó á að sólin láti sjá sig fljótlega aftur til að hita svæðið, þetta gengur náttúrulega ekki að hafa þetta svona! Fannst það stórkostlega glatað í morgun... alveg þar til ég las veðurfréttirnar frá Íslandi..

..fleira ekki í bili, er að passa 4 börn í augnablikinu þar sem skötuhjúin á heimilinu eiga brúðkaupsafmæli í dag! Börnin sofnuð og ég réðst til atlögu við tölvuna. Er að "mappa" leiðirnar fyrir mömmu og pabba þannig að þau rati hér um borg.. he he..."turn right.. allright..?"

Bonsoir...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli