21. september 2007

Að byrja í nýrri vinnu, 101 for dummies....

1. Finndu út hvar klósettið er, mjög nauðsynlegt að vita frá fyrstu stundu, kemur í veg fyrir óþægilegri augnablik síðar meir..

2. Finndu út hvar mötuneytið og kaffivélin er, álíka mikilvægt og nr. 1.

3. Ef þú ert ekki búinn að fatta nr. 1, slepptu þá nr. 2.

4. Sestu á réttan stað. Ekki t.d. í sætið hjá náunganum við hliðina á þér. Kemur einnig í veg fyrir vandræðileg augnablik.

5. Finndu út hvar pennarnir eru geymdir og blöð, þú virkar meira "að vinna" ef þú heldur fast um þessa hluti.

6. Msn og tölvupóstur eru nauðsynleg atriði fyrstu daga, þá lítur út fyrir að þú sért að vinna þegar puttarnir lemja lyklaborðið með miklum hraða.

7. Fake it 'till you make it.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli