17. september 2007

50 / 50

Það var og. Frúin er mætt til fyrirheitna landsins og hóf dvöl sína á því að læra að keyra um götur Lúxemborgar. Með réttu hefði átt að gefa út viðvörun í útvarpi til hinna ökumannanna sem gátu, ekki á nokkurn hátt, talið sig örugga í umferðinni þann dag. Fyrsti klukkutíminn var í fylgd með Kristjáni, sem síðan var kvaddur niðrá lestarstöð þar sem hann þurfti að ferðast með langferðarbíl til að komast til Frankfurt Hahn. Þaðan flaug hann síðan til Íslands til að hefja seinni hálfleik flutningsins.

Við starfi Kristjáns sem leiðsögumanns tók þýð rödd enskumælandi konu sem sagði mér blíðlega hvert ég ætti að fara..."in two hundred meters, turn right.." Beið eftir því að hún myndi missa sig og orga á mig .."I said right, are you stupid or what, right, right !! Don't you get it...?" En sem betur fer var kurteisi forrituð í prógrammið og við Gabríela reyndum eftir bestu getu að laun henni kurteisina með hlýðni!

Komumst þó til Skúla og Helene að lokum og búum þar í góðu yfirlæti þeirra hjóna! Hér er mikið fjör á heimilinu enda 4 aðilar 6 ára og yngri ;O)

Er síðan búin að tékka á nauðsynjahlutum fyrir "einstæða" móður í Luxemborg, og hef einbeitt mér að því allra allra allra nauðsynlegasta. Til þeirra hluta teljast til dæmis kjörbúð þeirra félaga Henna og Mára ..ehem..... Reyni samt að stilla þessu í hóf, kaupi til dæmis ekki meira en 2 hluti í hverjum vöruflokki.. ;O)

En nóg um það að sinni, ætla að halda áfram letilífinu, sem formlega lýkur á fimmtudag þegar ég hef vinnu hér í borg.

Vona að kuldaboli sé ekki búinn að bíta af ykkur rassinn...

Bestu kveðjur úr Lúxuslandi (þar sem hitinn fór í 25+ í gær..)

slauga og gaby

Engin ummæli:

Skrifa ummæli