3. júlí 2008

Ein í kotinu... eða svona næstum því!

Saaaaa .... lóóóóóóó.... meeeeeee


Gaaaaa.....bíjjllllllllll......laaaaaaaa

Rebekka kallar!

Allir farnir, gestir, au-pair og barn. Þ.e. eitt barn, Gabríela.

Hitt barnið, sem gengur einnig undir nafninu rauðhærði skriðdrekinn, er ein með foreldrum sínum. Hún gengur um húsið og kallar þessi tvö nöfn til skiptis. Gaaabííííjjlaaaaa.... Saaaaalóóóómeeeeee. Og enginn svarar. Fúlt. Skilin ein eftir.

Foreldrarnir hugsa sér gott til glóðarinnar og sjá fyrir sér að nú hefjist uppeldið! Það hríslast örugglega um nokkra við þennan lestur, enda jafnast þetta á við dvöl í ungliðabúðum kaþólsku kirkjunnar á miðöldum.

En það er alveg á hreinu að Salóme er saknað (og auðvitað Gabríelu líka..). Smelli hérna inn mynd sem ég fékk að stela frá Saló. Tekin þegar hún var að passa fyrir okkur á meðan við vorum í Róm:




Algjörar dúllur.. allar þrjár! Takk Saló fyrir veturinn! Hugsaðu svo vel um hann frænda minn annars kem ég og tek í skottið á þér!!!

Annars er gestagangur búinn að vera með ágætis móti. Á 10 daga tímabili voru hér í húsinu auk fjölskyldumeðlima; Sigga og Eygló, (mamma Saló og litla frænka), Sissó, Begga og Kristinn og Jón og Gullý!

Auk þeirra, en ekki á sama tímabili, fengum við Dísu, Gretti, Andreu og Emil í heimsókn.

Erum því enn í sæluvímu eftir allar þessar heimsóknir. Fyrrnefndi hópurinn (fyrir utan Jón og Gullý) var það heppinn að hann náði afmæli hertogans hér í Lúx, en þá halda Lúxarar sína þjóðhátíð. Allur bærinn var undirlagður af tónlist og partýi og endalaust gaman. Veit að ég má reikna með B&K á sama tíma að ári :O)

Gabríela er komin til Íslands og dvelur í góðu yfirlæti hjá ömmu sinni og afa. Veit að hún hefur verið að "hjálpa" Ósk með fótboltanámskeið og er nú væntanlega stödd upp í sumó í sveitasælunni. ...skal alveg viðurkenna að ég er pínu abbó ;O)

Fótbolti er hins vegar ekki mjög ríkjandi í skólanum hennar Gaby. Enda geðsjúklega amerískur skóli.. yes, há dú jú dú!

Þessi myndir segja væntanlega meira en mörg orð!













Viljum svo endilega hvetja fólk til að nýta sér flugferðir til meginlandsins áður en að KREPPAN verður til þess að flugsamgöngur við Ísland leggjast af og gamli Gullfoss verður tekin aftur í notkun. Pæliði aðeins í því.. kreppa hvað!
Kveðjum héðan í bili úr Lúxuslandinu. Þurfum að huga að því hvað við gerum á morgun, frúin tók sér frí og vorum við að spá í að skella okkur til Brussel með lestinni. Vitum það ekki. En það gæti verið næs...

Þar til næst,
slauga og co.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus8:46 e.h.

    Sakna ykkar nú líka alveg helling!!! En ég kem fljótlega í heimsókn. Vinkonur mina flykjast til lux til þess að gerast au-pair.

    En ég lofa að vera góð við aumingja kristinn minn! ;)

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:24 e.h.

    Hæ hæ,
    ohh yndislegt líf hjá ykkur:O) Annars er hitabylgja á Íslandi (ég finn þó ekki fyrir því) en það eru alveg 17 gráðum spáð í dag á höfuðborgarsvæðinu, veijjj. Hafið það gott í Lux, við Ellen komum bráðum í heimsókn.
    Knús og stórt sakn.
    GK

    SvaraEyða