13. júlí 2008

Maastricht.....skóóóór...

Ok, Salóme, ef þú lest þetta, ekki verða reið.

En við vorum eiginlega að finna borgina. Þá meina ég BORGINA! Skruppum í gærmorgun til Maastricht í Hollandi. Liðlega 2 klst. ferð og boy oh.. boy! Þetta er alveg borgin. Allt iðandi af mannlífi, litlum sætum verslunargötum og skóm.

JÁ! Skóm!

Í Lúx fást eiginlega ekki skór. Maður telst vera mjög heppinn að finna flotta skó hér. Svoldið eins og að vinna í lottói. Enda vantar enn aldurshóp hér inn, þ.e. háskólafólk, sem auðvitað skapar eftirspurn eftir flottum skóm ;O).

Háskólanemarnir eru sumsé allir í Maastricth. Í flottum skóm!

Mmm.. ætlum að fara bráðlega aftur og gista þá kannski eina nótt. Allir velkomnir með! ..Maastricht er alveg málið, er m.a. með 4 Michelin stjörnu veitingastaði!

Það er ansi mikið, just so you know it!! Þetta er sumsé borgin sem ég ætla að skoða miiiklu betur!

Erum sumsé bara á rólegheitarnótum þessa dagana, með eitt barn og hið ljúfa líf ræður ríkjum. Söknum auðvitað Gabríelu óendanlega mikið en vitum að hún er í frábæru yfirlæti; var í stelpupartýi í gær hjá ömmu Lallý, er á sundnámskeið og leikjanámskeiði, er á leiðinni á Krosseyri næstu helgi og nýtur þess á milli ljúfa lífsins í faðmi ömmu og afa og allra hinna sem vilja knúsa hana :O)

Erum eiginlega bara að tjilla, ekkert að frétta þannig þannig að þetta er bara svona stutt til að segja hæ!

Eitt myndaband að lokum, tekið fyrir 10 mínútum, rétt fyrir háttatíma og tiltekt.



bless í bili,
slauga og co.

5 ummæli:

  1. Nafnlaus9:40 e.h.

    Þú hlytur að vera að grínast!! Þú hlýtur nú að hafa verslað nokkur pör? ;)

    Hún Rebekka er svo mikið krútt!! Sakna ykkar alveg helling.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:15 e.h.

    Hæ hæ fjolskylda greiið Rebekka hún mundi sakna mín. Ég hlaka til að koma bæbæ. kveðjur frá Gabý.

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus12:25 e.h.

    maður fær nú bara tár í augu að sjá söknuðinn hjá þeirri sem skilin var eftir, hún kemur með næst. amma og afi

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus3:38 e.h.

    Kem með ekki spurning. Kveðja Jóa

    SvaraEyða
  5. Nafnlaus11:20 e.h.

    Halllllóóó :o)
    Jæja góða var að skoða gömul bréf ...við erum að tala um 20 ára gömul bréf frá þér...hummmm....og gettu hver ég er ;o)

    ....hitti ég svo ekki bara mágkonu þína í Smáralind í dag og hún sagði mér frá þessu bloggi og að sjálfsögðu varð ég að kíkja ;o)..... en ertu ekki ennþá búin að fatta hver ég er.....hummmm við lásum ansi oft sakamál fyrir hvor aðra höfðun ekkert smá gaman af......

    ....æji ég skal ekkert vera að hafa þetta lengra en ég er bara Linda Rós ......Patró ;o) ..á nú eftir að fylgjast með þér hérna og ef þú vilt kíkja á mig þá getur þú farið á www.123.is/rosalind

    Kveðja Linda Rós

    SvaraEyða