27. júlí 2008

Uppgefin..

..ekki vegna andlegra þrenginga eða bölsýniskasta, heldur fór þriggja manna fjölskyldan í hjólaferð í dag. Netta 4 klukkutíma!! Sannfærðist enn og aftur að líkamsástand mitt er ekki upp á marga fiska (reyndar hræðilega marga ef notast er við einfaldan útreikning..) !! Nokkrir svona hjólatúrar í viðbót og bingó! gæti líklega farið að vinna sem módel!

En nóg um slíkar hryllingsmyndir, nóg er að gerast á næstu dögum og verður farið stuttlega yfir það hér!

Sáum reyndar eitt pínu fyndið í hjólreiðatúrnum, risa rúta hafði ákveðið að stoppa á bensínstöð og bílstjórinn áttaði sig ekki á því að það var smá "brekka" í útafkeyrslunni. Rútan var sumsé pikkföst.. og ég náttúrulega greip símann og smellti af einni mynd:


Eftir 2 daga koma mamma, pabbi og Gabríela! jibbíjei!! Það verður æðislegt að fá skvísuna aftur og auðvitað frábært að fá mömmu og pabba í heimsókn. Erum síðan búin að leigja hús í Toscana héraði á Ítalíu og ætlum að dvelja þar í eina viku! mmmm.... það fjúka engin kíló í þeirri viku, það er alveg á hreinu, Ítalir eru víst ekki þekktir fyrir vondan mat eða vond vín...

Dólum okkur svo rólega tilbaka og reynum að finna einhver B&B á leiðinni. Gerum ráð fyrir að vera komin aftur til Lúx um 12-14. ágúst..

Síðan kemur nýja "peran" okkar þ. 22. ágúst! Kaja heitir hún og hlökkum við mikið til að kynnast henni. Held að það sé alveg ljóst að við höfum verið ljónheppin með "perur" og eigum örugglega eftir að fá báðar fyrrverandi (Marian og Salóme) í heimsókn áður en langt um líður!!
..
..If you are reading this Marian, I am suggesting that you come for a visit! We've been tracking your adventures throughout Australia and are looking forward to hearing more about them over the dinner table :O)
..
Það er því nóg að gera á næstunni. Höfum heldur ekki alveg legið í leti síðustu vikur. Um síðustu helgi var Blues og Jazz hátíð í Lúxemborg! Algjörlega frábært dæmi. Minnti mann á menningarnótt heima, bara einhvern vegin (sorrý) þúsund sinnum skemmtilegra...

Eyddum síðan gærdeginum í bænum þar sem miðaldarhátíð var í gangi.. .. tókum reyndar bara eftir því þegar við vorum á leiðinni heim frá sjóræningaskipinu sem er rétt við bæinn. Risa leiktæki fyrir krakka og busluaðstaða. Hér eru tvær myndir teknar úr símanum, við höfum ekki alveg verið að muna eftir myndavélinni uppá síðkastið!!

Biðjum annars að heilsa öllum,

uppgefin og co.

4 ummæli:

  1. Nafnlaus11:24 f.h.

    Þetta ljúfa líf!!!
    Toskana hljómar alltof vel, treysti því að þið eigið eftir að njóta og njóta og njóta. Sá einmitt eina uppskrift á matarblogginu hjá Ragnari Frey sem á nú vel við Ítalíufara. Mega pastaréttur með massa hvítlauk...
    Hafið það voða gott í fríinu.
    Knús frá Ólu & có

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus12:26 f.h.

    Ég kem pottþétt í heimsókn;) Ég get rétt ýmundað mér hvernig þér líður og það sérstaklega ef þú vast með hana rebekku aftaná, það er sko ekkert grín!! ;)

    Ég sendi Gabríelu með koss til ykkar frá mér!:* Sakn Sakn!

    p.s við erum komin með íbúð á seltjarnarnesinu;)

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:57 f.h.

    Ha ha.. nei... ég var snjöll og stakk upp á að Kristján myndi prófa að hafa hana í þetta skiptið ;O)

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus8:06 e.h.

    Hi Sigurlaug!
    You really had me there.. I was so focused on trying to understand some of your story, when i read the english part haha! I'd love to visit you overthere! The girls are so big and Rebekka can talk! (so good you have the pic's and video's :)!)
    Big hug to everybody!
    xxx Marian

    SvaraEyða