3. desember 2007

Myndir og mál..

..áður en pistillinn hefst er rétt að þakka dætrum okkar Kristjáns fyrir að hlýða okkur.

Takk.

Það er nefnilega þannig að af öllum pestum sem börn geta fengið finnst mér ógeðslegast að "díla við" ælupest og niðurgang. Bara ógeð. Þannig að við höfum brýnt það fyrir þeim að bíða með allt slíkt þar til að þær eru í pössun hjá skyldum aðilum. Helst ömmum og öfum. ...og það klikkaði ekki þessa helgi frekar en fyrr í vetur! Frú Clausen fékk allan pakkann!! Kl. 5 að nóttu. En við ekki. Út á þetta gengur gott uppeldi. Við biðjum, þær hlýða...


En þá er rétt að birta nokkrar myndir af þessum hlýðnu börnum. Fannst þessi reyndar vera frekar fyndin og lýsa stemmingunni sem Rebekka hefur yfir sér. Pínu púki en samt eitthvað svo kjútt.. ;O)


Við höfum reyndar komist að því að Rebekka er frönsk. Ekki íslensk, og það er það sem að hefur verið að valda misskilningi á heimilinu. Hún hefur í raun og veru ekki skilið okkur og við ekki hana. Það leið ekki vika þar til hún var farin að segja Au revoir við fóstrurnar, og rak okkur þá minni í þegar hún segði þetta og við héldum að hún væri að segja "afi". Algjör misskilningur, hún var í raun og veru að tala frönsku þar sem hún var loksins komin í landið sem skildi hana. Fyrir þá sem efa þetta þá er rétt að benda á að hún hefur ekki enn sagt "bless" eða "bæ bæ". Bara au-revoir. Erum að vonast til að fóstrurnar skili til okkar fréttum sem henni hefur legið á að segja okkur.


Finnst nú rétt að setja samt eina "englamynd" af henni, fyrir ömmurnar, svo þær geti fyrirgefið henni veikindin sem hún tímasetur við viðveru þeirra..






Af hinni dótturinni er einnig allt gott að frétta. Hún heldur áfram að bæta við sig enskum /amerískum frösum and is verrý möts lörning ábát kristmas.. jú nóv, djísus and stöff..

Er annars alveg að blómstra og höfum við mikla trú á því að næsta ár verði hún í aðalhlutverki í skóla-jólaleikritinum. Í ár er hún bakgrunnur ;O). Hún er annars ótrúlega samviskusamur nemandi. Verður alltaf að klára heimalærdóminn um leið og hún kemur heim. Sem hefur orðið til þess að við veltum því fyrir okkur hvort að hún sé ættleidd. Þetta er allavega hæfileiki sem hvorugt okkar kannast við að hafa komið með í genapottinn ! En gott mál engu að síður (þ.e. lærdómsstemming ekki ættleiðingin..)!

Erum síðan að fara að fá Au-pair til okkar í janúar. Hún heitir Salóme og er frá Bolungarvík. Þetta er eingöngu gert fyrir Dúnnu frænku enda er það ljóst að það er afbragðsfólk sem kemur að vestan. Vill meira að segja svo til að kærastinn hennar er sonur elluboggudúddu.. æ nei, ég man ekki svona ættfræði, en svona hljómar þetta allt á vestfirsku. Gunni-stínu-beina..Spurning um að mamma setji inn komment hverra manna drengurinn er :O)

Barcelona ferðin var síðan alveg afskaplega vel heppnuð. Í alla staði. Á fundinum á laugardagsmorgun leit ég reyndar út eins og dauðinn sjálfur hefði ælt yfir mig. Held að það hafi eingöngu verið vegna þess að ég fékk ekki nógan svefn. Örugglega bara það. Ákvað að það færi bara best á því að ég tæki á mig útlitslega mynd á líðan allra annarra í herberginu..

En jæja.. nóg í bili. Set samt inn mynd af kransinum mínum fína sem ég gerði um daginn. Bara til að monta mig. Finnst hann voða fínn :O)

Gabríelu langaði síðan að koma því á framfæri, rétt í þessu, að hún saknar ykkar allra mjög mikið.. :O)

Ástarkveðjur,

Luxararnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli