11. desember 2007

..oh..the sweet revenge..

Ég sé þetta alveg fyrir mér. Mamma og frú Clausen sitja saman á dimmu kaffihúsi í þeirri von að engin sjái til þeirra. Önnur réttir hinni brúðuna, hin heldur á nálinni. Brjálaðir kjúklingar og geggjaðir hanar dansa í kringum þær og Voodoo stemmingin er fullkomin. "Þetta kennir þeim".. segja þær og hlægja brjálæðislega... um leið og nálin fer í dúkkuna og seiðurinn er fullkomnaður.

Eða kannski ekki. Kannski er þetta bara smitandi. En í ljósi síðasta pistils, þegar ég var greinlega of snemma á mér að hrósa happi yfir því að vera ekki á staðnum þegar börnin mín fá ælu/niðurgangs pestina, má segja að skrattinn hafi hitt ömmu sína. Eða mína. Eða þeirra. Eða eitthvað...

Sumsé.. stutt yfirlit yfir helgina: veikindi (þessi ógeðslegu) og enginn kastali.

Stutt yfirlit yfir síðustu nótt. Allar veikir heimsins settar í tíundaveldi og margfaldaðar með sjö.

Auðvitað er þetta ekki ömmunum að kenna..(held ég..) það hljómar bara miklu dramatískara þannig.

Ljósi punkturinn við þetta er að þetta er mjög öflug megrun. Það fer allt út. Um alla neyðarútganga. ..og svo langar manni ekki að borða neitt. Aldrei.

En í ljósi sögunnar þá geri ég ráð fyrir því að þetta sé eins og þegar maður segist aldrei ætla að drekka aftur.. ;O)

En af örlítið léttari og skemmtilegri fréttum þá hefur Kristján formlega verið tekinn inn í morgunverðarsaumaklúbbinn og er boðinn í jólamorgunverðarklúbb á föstudaginn. Hann ætlar að baka eitthvað dásamlegt fyrir þær þannig að þið ykkar sem laumið á "idiot-proved" uppskriftum látið í ykkur heyra..

Hann er allavega mjög spenntur og gengur hér um húsið muldrandi "sörur... þær vilja sörur..".. Held að það sé ljóst að maðurinn þarf að fara að komast í vinnu.

Vorum síðan að frétta að elsklingurinn hann Sissó er á leiðinni til okkar... með örlitlu vinnustoppi í Frankfurt. Hlökkum mikið til að hitta hann í næstu viku!

Erum annars að græja óperuherbergið, Kristján var sendur í IKEA til að redda því sem átti eftir að redda, en síðan fara þau bara saman, hann og Salóme og kaupa rest....

Veðrið sýnist mér eitthvað vera að skána, en hér hefur rignt eins og hellt væri úr fötu síðustu vikur. Einhverjir eru farnir að smíða örk. En nú er allavega blár og huggulegur himinn, en hvort það er bara í suðurátt veit ég ekki því ég hef ekki litið út norðan megin :O)

Hlökkum annars mikið til að hitta þau ykkar sem hafið tíma til að kíkja á okkur 20.-21. des. .. Þannig að þetta sé alveg á hreinu þá komum við landsins 20.des kl. ca. 15.30. Þá verður brunað með frúnna í björgunaraðgerð á hári og eftir það verðum við öll í Jörfalindinni. Förum síðan í flug kl. 17 næsta dag, en þurfum að mæta mjög snemma þar sem það er ekki hægt að bóka sæti... íhaa.. frábær þjónusta hjá Flugleiðum!!! Worst case scenario er því að við verðum á víð og dreif um vélina. Frábært fyrir þann sem lendir með Rebekku :O) :O)

Nóg í bili, vona að þetta hafi ekki verið of þunglyndislegt blogg. ...þau verða að fá að vera með líka!

Bæjó spæjó,
slauga og co.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli