20. október 2007

Afmælissöngurinn...

Ætlaði að reyna að setja hér inn myndband frá afmælissöngnum í dag.. en eftir 2,5 klst. biðtíma í tölvunni virðist þetta ekki hafast! Sorrý!

Þökkum kærlega þeim sem hringdu... og takk fyrir pakkann, Kolla og Sveinki, nú verður dúkkan böðuð reglulega ásamt því sem leikið verður á munnhörpuna... mmmm....takk kææææææææærlega. ("týndi" batterínunum úr píanódæminu hennar Rebekku um daginn, fínt að vera komin með eitt svona sem gengur fyrir lungnamætti..) ! :O)

Afmælisdagurinn fór vel fram, fengum Sylvíu, Theu og Henríettu í heimsókn ásamt Marie og Rachel úr næsta húsi. Einnig kíktu Krissi og Rúna við ásamt vinum sínum sem eru í heimsókn og Oddbjörgu mömmu Rúnu. (Fyrir Landsbankafólk er það að segja um þá ágætu konu að þetta er hin eina sanna Oddbjörg í Bæjarhrauninu :O) )

Ákvað síðan að senda Kristján, mömmu og pabba í hvítvínssmökkun til "dílersins" þeirra Krissa og Rúnu. Keyptar voru 18 flöskur af indælis víni... sjáum hvað það dugar !!

Ætlum síðan að kíkja á morgun í kastala í Bouillon í Belgíu (http://www.bouillon-initiative.be/ ) þar sem fram fer mikil fuglasýning og var m.a. lýst með þessum orðum: "Fram til 11 nóv er fuglasýning í hallargarðinum þar sem fuglatemjarar láta uglur, hauka, hrægamma og kondór fljúga um og leika listir."

Þetta hentar örugglega fólki með fuglafóbíu mjög vel... eh... læt vita ef ég fæ taugaáfall!!! Ef að fuglarnir duga ekki til að setja mig út af laginu þá kíki ég á pyntingarklefann sem er í kastalanum...

Förum að skila settinu til Íslands. Fyrir áhugasama koma þau á þriðjudagskvöldið. Vinsamlegast farið varlega að þeim, þau verða MJÖG MJÖG þreytt.

Biðjum að heilsa öllum heima!!

Ástarogsaknaðarkveðjur með afmælislagi dagsins..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli