28. september 2011

Golf or not to golf.

Fyrir þá sem mig þekkja, vita þeir að ég er ekki sleipur golfari. Eiginlega bara "ekkert" golfari. Hef samt farið í golf ferð og allt. Er bara einfaldlega virkilega lélegur golfari.

Þetta er ekki einu sinni svona hógværð. Ef ég væri góð myndi ég syngja það af fjallstoppunum  (eða svona meira af hæðinni hér í Lúx). Það bara er ekki málið. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef þurft að setja X í staðinn fyrir töluna (nú taka allir golfarar andköf því að það þýðir fyrir ykkur hin sem hafið ekki hundsvit á þessu að höggin eru orðin fleiri en tíu á holunni......). Mér er ekki eiginlega ekki viðbjargandi.

Man samt að ég átti (fyrir þúsund árum) svona byrjendaheppnisár. Man sérstaklega eftir því að hafa verið sterkari en Hugi, vinur okkar Kidda, eitt árið. Sama ár og jörðin skalf á Selfossi. Líklega 2000. Það ár er held ég ekkert á leiðinni aftur. En það var samt svona næs móment.

En afhverju að rifja þetta upp núna. Jú, af því að hvað gerir sá sem er svo óhugnarlega lélegur í golfi að réttast væri að sá aðili myndi skammast sín og gefa golfsettið.. jú, sá aðili skráir sig í golfmót.

Eina sem getur réttlætt þessa ákvörðun mína er að það eru verðlaun fyrir flestu höggin. It's got my name on it!!

Veit í alvöru ekki hvað ég var að hugsa, en ég veit að það er of seint að bakka út úr þessu.

Síðan eru líka veitt verðlaun fyrir flottasta golfdressið, en seriously fólk. Þetta er í Lúxemborg. Ég á ekki séns í helvíti á móti úberskvísunum hérna. Ég á ekki einu sinni golfbuxur.. Hvað er það?

Treysti samt á Guð og lukkuna á föstudaginn. Mun sveifla kylfufjandanum eins og brjálæðingur á sterum og loka augunum í eitt andartak og vonast til að hitta helvítis kúluna.... í sirka rétta átt.

Líklega buxnalaus.

Þar til næst..

Engin ummæli:

Skrifa ummæli