6. apríl 2008

Sumarið komið?

Byrjum á ljósmynd...


..eins og sést þá tók sumarið örlitla U-beygju núna um helgina! Skiptust á skin, skúrir og massíft haglél!! Erum ekki sátt!

Hér keppist fólk við að sannfæra okkur um að í fyrra hafi verið 30 stiga hiti í apríl, yeah right! Kanntu annan...

Heimsóttum nágranna okkar í dag, Gígju og Jeromie, en þau búa á horninu fyrir neðan okkur. Hún er íslensk og hann Belgi. 2 fjörugir strákar á heimilinu, Leó, sem varð 7 ára í gær og Viktor sem er rétt 2 mánaða. Leó og Gabríela náðu vel saman, horfðu á sjóræningamynd og ætla sér stóra hluti í Playstation.

Greyið drengurinn, veit ekki á hverju hann á von, hún er auðvitað búin að taka "master class" og "extensive training" hjá frú Mogensen..

Fórum í gær á skemmtilega sýningu sem heitir ca... "Mekanískir draumar Leonard De Vinci"

Þar er sumé búið að byggja slatta af þeim hlutum sem hann teiknaði, eiginlega ótrúlega fríkað að sjá hvað hann var óendanlega langt á undan sinni samtíð. Hér er linkurinn fyrir þá sem treysta sér í frönskuna.

Fleira er ekki í fréttum... ætla að reyna að enda á vídeói, sjáum hvernig til tekst!



Bæjó,

slauga og co.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus4:30 e.h.

    Þetta eru nú ljótu vörusvikin! Snjór í apríl!!! Maður verður greinilega að bíða alveg fram til sumars til að kíkja í heimsókn.

    Kv. Ólafía

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:08 e.h.

    Sæl frænka

    Gaman að sjá að þú sért ekki bara kominn aftur í bloggstuð heldur líka búin að videóvæða það.Bið að heilsa dömunum og Kristjáni ;)

    Bestu Köbenkveðjur
    Palle

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus11:11 f.h.

    Jeminn.. hef bara ekki séð neitt eins krúttlegt lengi..

    Leifur

    SvaraEyða