2. apríl 2008

Moi buggaði í bíjinn..

..bara örstutt (af því að síðustu færslur hafa einmitt verið svo langar og ítarlegar ;O) )..

Fannst þetta bara óhemju fyndin setning sem datt úr úr fransk/íslenska barninu okkar um daginn. .. sumsé:

"Moi buggaði í bíjinn" þýðir "ég gubbaði í bílinn".. en það var mér tilkynnt í gær þegar ég kom heim. Þá hafði Rebekka fengið nóg af ógeðlsegri bensínstækju í bílnum (gat á bensínleiðslu aukabílsins sem leiddi til megnrar stækju sem var lagað í dag) og gerði sér lítið fyrir og ældi til að mótmæla þessu.

Hún er sumsé öll að koma til í orðum. Þau eru bara óeðlilega undarlega samsett í augnablikinu vegna blöndunar tungumálanna!

Moi (ég) er notað óspart
Veux pas!! með áherslu (vil ekki)
Ici, ici, ici... (hér, hérna, hér ..oft með æsingi)
Encore (aftur)
Au revoir.. gjarnan sagt þegar hún er búin að fá nóg af liðinu!
NON!!!! ...mikið notað, held að þýðing sé óþörf!

Annars er Kristján farinn að vinna hjá flutningarfyrirtækinu Kúnni og Nagli (Kuehne-Nagel.com)
...hann kemur sjálfur með ítarlegan fréttaflutning af því djobbi á næstunni. Mér færist það illa úr hendi!

Annars biðjum við bara að heilsa í bili og líka broddgölturinn sem við hittum þegar við komum heim áðan... hrikalegt krútt og var bara að tjilla við tréð!

bæjó,
slauga og co.

2 ummæli:

  1. Nafnlaus10:38 e.h.

    Gott að vita af tungumálakunnáttu Rebekku hún á örugglega eftir að bjarga mér. Kveðja Jóa

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus3:39 e.h.

    mig langar að sjá broddgöltinn - taka mynd af gæludýrinu

    SvaraEyða