22. apríl 2008

Óskar-listi?

Auðvitið var það Ósk sem gat listann, svona 92%.. enda enginn smá óskalisti hér á ferð. Eina atriðið sem vafðist fyrir henni var nr. 10. Þetta er "einhverja bók" :O)

..og varðandi "litla trampólínið" þá er það ekki hógværð sem spilar þarna hlutverk, heldur örvænting. Það var nefnilega búið að tilkynna henni að það yrði ekki keypt trampólín, ekki nú og ekki í framtíðinni.. erum búin að heyra aðeins of margar hryllingssögur tengdar þessu. Þá uppgötvaði hún að það er til mini-útgáfa af þessu og er að reyna að troða henni inn í pakkann... snjöll stelpa!

Annars er það að frétta að ég skaust til Parísar um helgina með stelpum úr vinnunni, voða gaman og er stefnan sett á Róm um næstu helgi! Þar ætlum við að hitta Vigga og Grétu og eyða með þeim nokkrum dögum í þessari spennandi borg. Hlakka mikið til. Ábendingar um veitingastaði eru vel þegnar!

Munum síðan keyra niðreftir til Spánar 9.maí og vera í viku hjá tengdó. Eigum von á því að Heiddi, Signý og Gulli (ásamt nýjum ófæddum erfingja) verði á staðnum og hlakkar okkur mikið til að hitta þau :O)

Þetta er svona nokkurn veginn planið fyrir næsta mánuðinn. ´

Biðjum að heilsa öllum í bili,
kv
slauga og co.

3 ummæli:

  1. Nafnlaus11:21 f.h.

    Það er bara brjálað að gera. Pakkinn hennar Gabrielu er farinn af stað fór í flýti Nóa kroppið sem Kristján átti að fá er á eldhúsborðinu hjá mér sorry. Gunni sér fyrir því ooooooooooo. Kveðja Jóa.

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus5:30 e.h.

    London,París,Róm...hvenær er Reykjavík??? Og fyrirgefðu, hvaða skrilljónir af sumarfrísdögum eru þarna í Lux? Kv gk öfundsjúka

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus1:10 e.h.

    Hello Kristjan en Sigerlaugh!!
    I still can't read the Iceland language! I hope i write my message on the good place!
    Marian told us enthousiastic about the films of Rebekka end Gabriella. How nice and cute! it's nice to see what a beautiful girls they are!
    Today we remember that we came back from Iceland one year ago. We are thinking a lot on that wonderful week.
    Greetz from Jan and Christien

    SvaraEyða