24. febrúar 2006

á ég að þora að byrja aftur...?

Jæja.. það kom að því! Ákvað að reyna aftur við bloggpakkann.. Síðast þegar ég reyndi var ég að á barmi taugaáfalls vegna kaupákvörðunar okkar Kristjáns vegna Huldulandsins.. þannig að einhver tími er greinilega liðinn! Sit núna í "could be called a kitchen..but..." og urra af vonsku yfir iðnaðarmönnum og sviknum loforðum! Velti því fyrir mér hvort það skaði að vera skyldur viðkomandi eða ekki?
Sumsé! Tvær vinnuvikur liðnar frá því að Þráinn frændi sendi mann á staðinn að setja upp eldhúsið mitt.. og er það tilbúið? NEI! Steinamennirnir hafa einnig uppgötvað að þögnin er gulls ígildi.. sérstaklega þegar þeir eru komnir með gullið mitt en ég ekki steininn þeirra!! (áhugavert.. gull í stað steins? hljóta að vera léleg skipti!)....
Þetta þýðir aðra helgi í hálfkláruðu eldhúsi.. ...vinsamlegast aðvarið staffið á Dominos..

Er enn í ruglinu með skólann.. er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að segja mig úr hinum æsispennandi áfanga "Bankar og fjármálamarkaðir" (kom á óvart að ég valdi kúrs með því nafni..? anyone..?).. og láta hina 3 duga þessa önnina! Var á barmi taugaáfalls vegna Skuldabréfa kúrsins sem Hersir klári er að kenna.. en við náðum að jafna það með miðsvetrarprófi í síðustu viku þar sem taugaáfallið færðist yfir á Hersi og er hann væntanlega ennþá að velta því fyrir sér hvernig hann gat endað með jafn vonlausan hóp! ..well hann ætlar allavega að endurskoða dæmið og vonandi verður kúrsinn fyrir eðlilegt fólk sem og mæður í fæðingarorlofi (en eins og allir vita þá minnkar heilastarfsemi um ca. helming meðan á því stendur...).

..hm.. jæja.. er byrjuð...
nú er ekki aftur snúið! skrifa örugglega meira í dag eða á morgun.. en eins og allir vita er ég alltaf ofvirk í öllu í byrjun en síðan dalaaaar....... ;O)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli