28. febrúar 2006

Framkvæmdir, "the never ending story.."

Jæja.. helgin búin og eldhúsdagar standa yfir. Höfum sent áskorunarbréf til þáttakanda í keppninni "klárum eldhúsið" og væntum þess að viðkomandi iðnaðarmenn sýni sínar björtustu hliðar í þessari viku. Stein(aldar)mennirnir sviku okkur illilega með því að taka í sundur borðplötuna.. en við byggðum m.a. ákvörðunina á því að skipta við þá í stað samkeppnisaðilans..á því mikilvæga atriði að þeir töldu sig ekki þurfa að taka plötuna í sundur. Sit því uppi með viðbjóðsleg samskeyti og hærri reikning! Hrumpf! Á eftir að segja lokaorðin í þessu máli!

Plataði aumingja slúbbertinn til að hjálpa til við að setja upp viftuna í gær.. fullyrti við Þráinn frænda að þeir hefður smíðað þetta vitlaust þar sem við komum ekki kvikindinu upp í gatið.. en með því að ýta og þrýsta.. þá allt í einu small þetta... uppgötvuðum síðan þar sem við stóðum eins og bjánar sitthvoru megin við eldavélina og héldum við viftuna að við hefðum líklega þurft auka hönd á verkið. Kolla mág var því rifin úr rekkjunni með tilheyrandi urri til að hjálpa...(ég meina hver sefur um miðjan dag?) Komum síðan draslinu fyrir og skrúfuðum allt fast.. er núna agalega glöð með þetta.. set inn mynd af draslinu þegar síðasti iðnaðarmaðurinn labbar út!

Var hjá Ólu skólakonu í gær þar sem við byrjuðum á því að fara yfir það hvað við ættum bágt með það að vera í skóla.. spáðum í að hætta.. sem við auðvitað gerum ekki, en það er bara skemmtilegra að fara í gegnum alla vorkuninna.. og enduðum auðvitað á því að uppgötva hvað við værum ótrúlega æðislega duglegar og frábærar í alla staði.. ;O)

Erum að fara að hella okkur í 2 verkefni í "samrunum og yfirtökum" og lentum í því að skrifa um Landsann.. hvaða tilviljun er það nú? Undarlegt, vinnum þar báðar! Hljótum að fara létt með það.. annað mál með lokaverkefnið sem er um Avion.. en.. það reddast..erþaggi..?

Sumsé, skóli og eldhús..

1 ummæli:

  1. Nafnlaus12:54 e.h.

    ...tek stundum kríu um eftirmiðdaginn og á það til endrum og eins að halla höfði eftir kvöldmatinn og rétt fyrir hádegi á laugardögum (og stundum á sunnudögum) er voða gott að loka augunum um stund og draga nokkrar hrotur -en að öðru leiti þá sef ég bara að nóttu til.
    Og svona fyrir þá sem hafa áhuga - þá er ekkert betra en að sofa úti undir stjörnubjörtum himni í vestfirskum firði.
    Tjú, tjú.
    K.

    SvaraEyða