12. júní 2009

Íslensk bankakona gripin við þjófnað í Lúxemborg!

Þetta gæti alveg verið fyrirsögn í anda DV og gulu pressunar hér í Lúxemborg. Ekki nóg með að þjófurinn væri í Lúxemborg (land sem er annálað fyrir að aðstoða fólk við að stinga undan fjármunum), bankakona (þarf að segja eitthvað meira um þá? Bankamenn eru náttúrulega síðasta sort í dag) og íslensk (þar fórstu alveg með það… Íslendingar eru náttúrulega algjörlega eitraðir í dag), þá væri líklega það eina markverða við söguna að hún hefði verið gripin. Sem hún var ekki.

Fékk sumsé hland fyrir hjartað í dag þegar ég var stödd inn í Promod að máta föt í hádegishléinu mínu.

Var búin að máta ýmislegt, ýmsar stærðir, ýmsa liti og ýmsar samsetningar. Oft. Fór nokkrum sinnum í mátunarklefann og var orðin algjörlega rugluð, en engu að síður staðráðin í að eyða peningum í dag.

Tel mig vera komin með ágætis eyðsluskammt og flýti mér í átt að kassanum með fangið fullt af fötum. Jakki, leggings, kjóll og bolur. Þetta stefndi allt í að konan yrði helv.. hugguleg, ný klipping, ný föt og helgin framundan.

2 skrefum frá kassanum sé ég beltarekkann. Endilega. Vantar belti, kannski nokkur. Tek í eitt beltið og legg það upp að mjöðminni til að sjá hvernig dýrlegheitin fara mér.

Og frýs.

Uppgötva mér til mikillar skelfingar að ég er í einum að mátunarbolunum undir mínum bol. Alveg eins og ekta búðarþjófur.

Þeir taka hart á búðarþjófum hér í Lúxemborg sem og annarsstaðar.

Winona Ryder fékk tildæmis varla hlutverk í bíómynd eftir að hún var gripin.

Kona var dæmd í 4 mánaða fangelsi í Reykjavík fyrir búðarþjófnað.

Finnst trúlegt að í einvherjum löndum séu hendur hoggnar af og fólk jafnvel líflátið.

Og þarna stóð ég í bolnum undir öðrum bol.

Fékk hjartaáfall, henti mér í biðröðina að mátunarklefanum, þóttist vera ógeðslega bissý í símanum svo ég yrði örugglega ekki gripin af búðarþjófnaðarlöggunni og sá líf mitt í renna fram hjá í röndóttum búning.

Röndótt fer mér bara ekki vel.

Tók trú, bað alla vætti um að vaka yfir mér á þessari þrautargöngu í mátunarklefann og henti mér síðan úr bolnum í snarhasti.

Keypti auðvitað bolinn líka.

Mun hér eftir aldrei máta föt aftur í búðum (eða þar til næst).

Er enn með hjartslátt sem heyrist líklega til Íslands.

Þarf örugglega nokkur hvítvínsglös þegar ég kem heim...


5 ummæli:

  1. Nafnlaus2:22 f.h.

    Röndótt nei takk

    SvaraEyða
  2. Nafnlaus11:39 f.h.

    Það býr greinilega lítill spennufíkill undir þessu slétta yfirborði!

    SvaraEyða
  3. Nafnlaus9:17 e.h.

    je minn, ég varð bara stressuð við að lesa þetta. Kolla

    SvaraEyða
  4. Nafnlaus3:46 e.h.

    jeremías ég held ég heyri hjartsláttinn nema það sé minn ég hefði bara aldrei meikað það ef ég hefði lent í þessu kveðja og knús til allra tengdó

    SvaraEyða
  5. Híhí, úff! Ég held ég hefði barasta dáið á staðnum hefði ég verið í þínum sporum! Gott að þetta reddaðist! (ég veit að ég er að kommenta á eldgamlann póst en það er bara því þú bloggar svo sjaldan)

    SvaraEyða